Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 15:12
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Klopp: Aldrei inn í myndinni að Salah væri í byrjunarliðinu
Salah mætir til starfa á Anfield.
Salah mætir til starfa á Anfield.
Mynd: Getty Images

Mohamed Salah er að koma hægt og rólega til baka eftir að hafa meiðst í landsliðsverkefni með Egyptalandi í janúar.


Lestu um leikinn: Liverpool 1 -  1 Manchester City

Hann kom við sögu í leik Liverpool gegn Sparta Prag á fimmtudaginn en er á bekknum í dag þegar liðið mætir Man City í stórleik helgarinnar.

Salah var klár í slaginn fyrir nokkrum vikum en það kom bakslag í meiðslin. Jurgen Klopp ræddi stöðu leikmannsins fyrir leikinn í dag.

„Það var aldrei inn í myndinni að hafa Salah í byrjunarliðinu. Maður verður að læra af mistökum, ekki það að hann hafi farið of snemma af stað. Það var bara óheppni að það varð smá bakslag," sagði Klopp.

„Við ræddum þetta við Salah. Við vorum sammála um að það væri ekki tímabært að byrja núna. Þetta verður baráttu leikur og við getum sett hann inn á sem er geggjað."


Athugasemdir
banner
banner
banner