Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 10. mars 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu glæsimark David Fofana gegn West Ham
Mynd: Getty Images
David Datro Fofana var í byrjunarliði Burnley í 2-2 jafntefli gegn West Ham United í ensku úrvalsdeildinni í dag og skoraði hann fyrsta mark leiksins með bylmingsskoti utan vítateigs.

Fofana var með nóg af plássi þegar hann lét vaða af 25 metra færi og reyndist skotið óverjandi fyrir Alphonse Areola á milli stanga Hamranna.

Fofana er aðeins 21 árs gamall og var þetta þriðja markið hans í sjö leikjum í ensku úrvalsdeildinni eftir að hann gekk til liðs við Burnley á lánssamningi í janúar.

Framherjinn kröftugi er samningsbundinn Chelsea næstu árin og vonast til að berjast um byrjunarliðssæti í fremstu víglínu á næstu leiktíð, þar sem Mauricio Pochettino hefur verið í miklum vandræðum með að finna góðan markaskorara.

Burnley á gríðarlega erfitt verkefni framundan þar sem liðið er tíu stigum frá öruggu sæti í úrvalsdeildinni, þegar tíu umferðir eru eftir af tímabilinu. Lærisveinar Vincent Kompany þurfa að vakna til lífsins og byrja að raða inn sigrum til að eiga einhverja möguleika á að forðast fall beint aftur niður í Championship deildina.

West Ham 0-[1] Burnley - Datro Fofana 11’ (Great Goal)
byu/notknown286337 insoccer

Athugasemdir
banner
banner