Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Barkley dreymir um að fara á annað stórmót með Englandi
Ross Barkley hefur ekki spilað landsleik síðan hann skoraði 4 mörk í 8 landsleikjum árið 2019.
Ross Barkley hefur ekki spilað landsleik síðan hann skoraði 4 mörk í 8 landsleikjum árið 2019.
Mynd: Getty Images
Ross Barkley hefur verið algjör lykilmaður í liði Luton Town í fallbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar, en hann sneri aftur til Englands síðasta haust eftir eins árs fjarveru til að spila með Nice í Frakklandi.

Barkley er að njóta sín í botn hjá Luton og hefur meðal annars verið orðaður við Manchester United, en þessi þrítugi miðjumaður vonast til að gefa Gareth Southgate hausverk þegar kemur að vali á enska landsliðshópnum fyrir EM í sumar.

„Mér líður eins og ég sé talsvert betri leikmaður í dag heldur en þegar ég var yngri. Af hverju ætti ég ekki að geta fengið landsliðskallið aftur? Ég átta mig á því að það er mjög mikil samkeppni um sæti í landsliðshópnum en ég hugsa samt um það," segir Barkley, sem spilaði 33 landsleiki fyrir England frá 2013 til 2019 og skoraði í þeim 6 mörk.

„Ég tel mig geta bætt einhverju við enska landsliðshópinn, ég tel mig vera fullkominn til að spila sem varnartengiliður vegna þess að ég hef mikið betri leikskilning í dag heldur en áður. Ég er fullkomnari leikmaður heldur en ég hef nokkurn tímann verið."

Barkley fór með enska landsliðinu á HM 2014 og dreymir um að taka þátt í öðru stórmóti.
Athugasemdir
banner
banner
banner