Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Chelsea hafði betur í miðjumoðinu
Chelsea fagnar marki í kvöld.
Chelsea fagnar marki í kvöld.
Mynd: EPA
Cole Palmer.
Cole Palmer.
Mynd: EPA
Chelsea 3 - 2 Newcastle
1-0 Nicolas Jackson ('6 )
1-1 Alexander Isak ('43 )
2-1 Cole Palmer ('58 )
3-1 Mykhailo Mudryk ('76 )
3-2 Jacob Murphy ('90 )

Chelsea vann sterkan sigur gegn Newcastle þegar liðin áttust við í eina leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var gríðarlega fjörugur og skemmtilegur leikur en Nicolas Jackson kom Chelsea á bragðið eftir aðeins sex mínútur. Þá átti Cole Palmer skot að marki sem hafði viðkomu í Jackson og endaði í netinu.

Það tók Newcastle tíma til að komast inn í leikinn en undir lok fyrri hálfleiks skoraði sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak með góðu skoti og jafnaði metin. Gary Neville, sem lýsti leiknum á Sky Sports, var alls ekki skemmt yfir varnarleik Chelsea í markinu.

Newcastle byrjaði hægt en Isak sá til þess að liðin fóru jöfn inn í hálfleikinn.

Eftir rétt tæplega klukkutíma leik þá tók Chelsea aftur forystuna og það var þeirra besti maður á tímabilinu, Cole Palmer, sem skoraði. Markið var mjög flott hjá þessum 22 ára gamla Englendingi.

Chelsea hafði verið að hóta þriðja markinu áður en Mykhailo Mudryk - af öllum mönnum - skoraði það á 76. mínútu. Hann nýtti hraða sinn til að skora en hann hafði þá bara verið inn á vellinum í fimm mínútur eða svo.

Jacob Murphy, sem hafði átt flotta innkomu af bekknum, skoraði laglegt mark til að gera uppbótartímann spennandi en Newcastle komst ekki lengra og 3-2 sigur Chelsea staðreynd í líflegum leik á mánudagskvöldi.

Chelsea er eftir þennan leik í ellefta sæti með 39 stig en Newcastle er með stigi meira í tíunda sæti.
Enski boltinn - Yfirburðir Liverpool og ómögulegt að spá
Athugasemdir
banner
banner
banner