Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   mán 11. nóvember 2019 19:00
Elvar Geir Magnússon
Kolbeinn stefnir á að slá markametið í Istanbúl
Fékk hamingjuóskir frá Eið Smára
Icelandair
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaður Íslands á æfingu í Belek fyrir utan Antalya í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kolbeinn Sigþórsson jafnaði markamet Eiðs Smára Guðjohnsen með íslenska landsliðinu í síðasta landsleikjaglugga. Hann stefnir á að slá metið á fimmtudaginn gegn Tyrkjum í Istanbúl.

Þá segist Kolbeinn hafa fengið hamingjuóskir frá Eiði eftir að hafa jafnað metið.

„Það er stefnan! Ég fer í hvern einasta leik með það markmið að skora. Eiður sendi mér línu eftir að ég jafnaði metið og óskaði mér til hamingju," sagði Kolbeinn í viðtali við Fótbolta.net í dag.

Kolbeinn er búinn að skora 26 mörk í 54 landsleikjum.

Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

„Líkurnar eru ekki með okkur en við þurfum að taka þessa tvo leiki sem eftir eru til að auka möguleikana. Við ætlum okkur að vinna þá," segir Kolbeinn.

Leikið verður á heimavelli Galatasaray sem er háværasti leikvangur heims samkvæmt heimsmetabók Guinness.

„Þetta er geggjað umhverfi fyrir fótbolta og Tyrkir eru einir bestu stuðningsmenn í heimi. Það verða mikil læti en okkur líður vel í stemningu."

Sjá einnig:
Kolbeinn besti leikmaður Íslands í undankeppninni
Athugasemdir
banner
banner