Lokaumferð C-riðils Evrópumóts kvenna fer fram í kvöld þegar Svíþjóð og Þýskaland keppa úrslitaleik um toppsætið.
Stórveldin í kvennaboltanum eru jöfn með sex stig eftir tvær fyrstu umferðirnar en Svíar eru með betri markatölu. Þær sænsku hafa enn ekki fengið mark á sig og er ljóst að Þjóðverjar þurfa að breyta því til að eiga möguleika á toppsætinu.
Danir og Pólverjar mætast þá í leik upp á stoltið eftir að hafa tapað báðum leikjum sínum hingað til.
Danir töpuðu báðum leikjunum með eins marks mun á meðan þær pólsku eru með 0-5 í markatölu.
C-riðill
19:00 Pólland - Danmörk
19:00 Svíþjóð - Þýskaland
Athugasemdir