Senegalski framherjinn Nicolas Jackson gæti verið seldur frá Chelsea í sumar þar sem félög úr ítalska og enska boltanum hafa áhuga á honum.
AC Milan hefur mikinn áhuga en getur ekki greitt þær 60 milljónir evra sem Chelsea vill fá fyrir leikmanninn.
Jackson er 24 ára gamall og ennþá með átta ár eftir af langtímasamningi sínum við Chelsea.
Hann kom að 18 mörkum í 34 leikjum með Chelsea á síðustu leiktíð og er búinn að gefa eina stoðsendingu í þremur leikjum á HM félagsliða eftir að hafa verið meðal bestu leikmanna vallarins gegn Los Angeles FC í fyrstu umferð.
Auk Milan hafa Juventus, Napoli og Aston Villa verið sögð mjög áhugasöm, á meðan Manchester United og Newcastle fylgjast einnig með stöðu mála auk sádi-arabískra félaga.
Chelsea er að selja Noni Madueke til Arsenal fyrir 55 milljónir punda en félagið er þegar búið að kaupa Joao Pedro, Jamie Bynoe-Gittens, Liam Delap, Estevao, Dario Essugo og Mamadou Sarr fyrir um 200 milljónir í sumar.
Athugasemdir