Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
banner
   lau 12. júlí 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
3. deild: Kaj Leo skoraði - Tíu marka jafntefli í Sandgerði
Samúel Már með fernu
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Mynd: KV
Það fóru fjórir leikir fram í 3. deildinni í gærkvöldi þar sem Kaj Leo í Bartalsstovu skoraði eina mark KFK í jafntefli í fallbaráttuslag gegn Ými.

KFK er einu stigi fyrir ofan Ými sem situr í fallsæti eftir jafnteflið, en er með leik til góða.

Hvíti riddarinn rúllaði þá yfir botnlið ÍH og situr í öðru sæti, þremur stigum á eftir toppliði Augnabliks. Róbert Andri Ómarsson var atkvæðamestur með tvennu og eru Mosfellingar tveimur stigum fyrir ofan Magna sem kemur í þriðja sæti.

Magni sigraði á útivelli gegn KF eftir fjöruga rimmu og er tveimur stigum fyrir ofan Reyni frá Sandgerði, sem gerði ótrúlegt 5-5 jafntefli við KV.

Sandgerðingar eru í fjórða sæti og KV situr í fimmta sæti en viðureign þeirra í gær var ótrúlega skemmtileg þar sem liðin skiptust bókstaflega á því að taka forystuna.

Samúel Már Kristinsson reyndist atkvæðamestur þar sem hann gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu fyrir gestina úr Vesturbænum. Viðar Már Ragnarsson skoraði tvennu fyrir heimamenn sem deildu mörkunum annars bróðurlega á milli sín.

KFK 1 - 1 Ýmir
1-0 Kaj Leo Í Bartalstovu ('69 )
1-1 Alexander Örn Guðmundsson ('71 )

Hvíti riddarinn 5 - 0 ÍH
1-0 Aron Daði Ásbjörnsson ('38 )
2-0 Trausti Þráinsson ('45 )
3-0 Róbert Andri Ómarsson ('49 )
4-0 Róbert Andri Ómarsson ('58 )
5-0 Birkir Örn Baldvinsson ('64 )

KF 2 - 3 Magni
0-1 Gunnar Darri Bergvinsson ('30 )
1-1 Daniel Kristiansen ('65 )
1-2 Tómas Örn Arnarson ('67 )
1-3 Ibrahim Boulahya El Miri ('81 )
2-3 Alex Helgi Óskarsson ('88 )
Rautt spjald: Viðar Már Hilmarsson, Magni ('92)

Reynir S. 5 - 5 KV
1-0 Ólafur Darri Sigurjónsson ('3 )
1-1 Samúel Már Kristinsson ('11 )
1-2 Samúel Már Kristinsson ('18 )
2-2 Viðar Már Ragnarsson ('31 )
3-2 Viðar Már Ragnarsson ('41 )
3-3 Samúel Már Kristinsson ('61 )
3-4 Samúel Már Kristinsson ('65 )
4-4 Jökull Máni Jakobsson ('75 )
5-4 Óðinn Jóhannsson ('85 )
5-5 Eyþór Daði Kjartansson ('90 )
3. deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Augnablik 12 8 4 0 26 - 10 +16 28
2.    Hvíti riddarinn 12 8 1 3 34 - 17 +17 25
3.    Magni 12 7 2 3 22 - 17 +5 23
4.    Reynir S. 12 6 3 3 26 - 25 +1 21
5.    KV 12 5 3 4 36 - 27 +9 18
6.    Tindastóll 11 5 1 5 27 - 19 +8 16
7.    Árbær 12 4 3 5 28 - 31 -3 15
8.    KF 12 3 5 4 15 - 15 0 14
9.    Sindri 12 3 3 6 17 - 23 -6 12
10.    KFK 13 3 3 7 16 - 27 -11 12
11.    Ýmir 12 2 5 5 16 - 18 -2 11
12.    ÍH 12 1 1 10 19 - 53 -34 4
Athugasemdir
banner
banner