Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 20:21
Brynjar Ingi Erluson
Boehly fundaði með Emenalo - Fleiri leikmenn á leið til Sádi-Arabíu?
Todd Boehly
Todd Boehly
Mynd: Getty Images
Todd Boehly, eigandi Chelsea, fundaði með Michael Emenalo, yfirmann fótboltamála hjá sádi-arabísku deildinni, á dögunum en þetta segir Daily Mail.

Chelsea mun þurfa að losa sig við leikmenn í sumar til að eiga ekki i hættu á að fá á sig félagaskiptabann eða stigafrádrátt. Talið er að félagið þurfi að fá að minnsta kosti 100 milljónir punda inn í sumar.

Á síðasta ári fóru leikmennirnir Edouard Mendy, N'golo Kanté og Kalidou Koulibaly allir til Sádi-Arabíu og er von á því að fleiri leikmenn Chelsea fari þangað eftir tímabilið.

Daily Mail greinir frá því að Boehly hafi fundað með Emenalo, sem heldur utan um félagaskiptin í Sádi-Arabíu.

Conor Gallagher er einn af þeim sem hefur verið orðaður frá félaginu, sem myndi koma sér vel fyrir Chelsea þar sem hann er uppalinn þar.

Romelu Lukaku, Ian Maatsen, Armando Broja, Lewis Hall og Trevoh Chalobah eru einnig líklegir til að yfirgefa félagið í sumar.

Chelsea hefur eytt rúmum milljarði punda í leikmannakaup síðan Boehly tók við fyrir tveimur árum en dýrasti leikmaðurinn er Moises Caicedo sem kom til félagsins frá Brighton fyrir 115 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner