Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 19:05
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Raya aftur í mark Arsenal - Tveir táningar í liði Börsunga
David Raya er kominn aftur í markið
David Raya er kominn aftur í markið
Mynd: EPA
Lamine Yamal er í byrjunarliði Barcelona gegn Napoli
Lamine Yamal er í byrjunarliði Barcelona gegn Napoli
Mynd: Getty Images
Tvö lið munu tryggja sér þáttöku í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en hvaða lið verða það?

Arsenal mætir Porto á Emirates-leikvanginum klukkan 20:00.

Porto vann fyrri leikinn 1-0 í Portúgal með glæsilegu sigurmarki Galeno undir lok leiks.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, vonast eftir betri frammistöðu í kvöld, en hann hefur tilkynnt byrjunarlið sitt. Hann gerir aðeins eina breytingu frá 2-1 sigrinum á Brentford, en David Raya kemur í markið í stað Aaron Ramsdale.

Arsenal: David Raya; White, Saliba, Gabriel, Kiwior; Odegaard, Rice, Jorginho; Saka, Havertz, Trossard.

Porto: Diogo Costa; João Mário, Pepe, Otávio, Wendell; Varela, Nico González, Pepê; Conceição, Evanilson, Galeno.

Barcelona mætir á meðan Napoli á Lluis Company-leikvanginum í Barcelona. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli á Diego Armando Maradona-vellinum í Napolí.

Tveir táningar eru í byrjunarliði Barcelona, þeir Lamine Yamal og Pau Cubarsi. Yamal er 16 ára gamall en Cubarsi, sem er miðvörður, er 17 ára. Báðir hafa fengið fjölmörg tækifæri á þessu tímabili.

Barcelona: Ter Stegen; Koundé, Araujo, Cubarsí, Cancelo; Fermín López, Christensen, Gündogan; Lamine Yamal, Lewandowski, Raphinha

Napoli: Meret; Di Lorenzo, Rrahmani, Juan Jesus, Mario Rui; Zambo Anguissa, Lobotka, Traorè; Politano, Osimhen, Kvaratskhelia.
Athugasemdir
banner
banner
banner