Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 12. mars 2024 23:51
Brynjar Ingi Erluson
Raya: Hefði átt að verja þrjár spyrnur!
David Raya ver eina af spyrnum kvöldsins
David Raya ver eina af spyrnum kvöldsins
Mynd: Getty Images
David Raya, hetja Arsenal, gat leyft sér að fagna sigrinum á Porto í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld, en hann varði tvær vítaspyrnur í vítakeppninni og kom sínum mönnum í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Raya hafði æft vörslurnar á æfingu liðsins í gær og var greinilega með á hreinu hvar leikmenn Porto myndu skjóta.

Hann varði frá þeim Wendell og Galeno og var nálægt því að verja aðra.

„Ég hefði átt að verja þrjár en ég er samt í skýjunum með að hafa tekið tvær. Við spiluðum góðan leik frá fyrstu mínútu, þar sem við vorum með yfirráð, sköpuðum færi og síðan fór þetta í vítakeppni. Við höfum lagt mikla vinnu í vítaspyrnurnar á þessu ári með markvarðarþjálfurunum og núna er maður að uppskera.“

„Þetta hefur svo mikla þýðingu fyrir mig. Maður spilar fótbolta fyrir þessi augnablik og ég er bara heppinn að spila fyrir Arsenal, að vera í Meistaradeildinni og komast áfram í 8-liða úrslit. Við ætlum að njóta kvöldsins,“
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner