Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 15:26
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Kane sé versti dýfari sem hann hafi nokkurn tímann séð
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Chris Sutton, fyrrum sóknarmaður Blackburn og Chelsea, segir að Harry Kane sé versti dýfari sem hann hefur séð í fótbolta.

Sutton ræddi þetta við fjölmiðlamanninn Ian Ladyman í hlaðvarpi Daily Mail en Ladyman birti sinn lista yfir fimm verstu dýfara í sögu fótboltans.

Hann setti Jurgen Klinsmann í fimmta sæti, Cristiano Ronaldo í fjórða sæti, Luis Suarez í þriðja, Rivaldo í annað sæti og á toppnum hjá honum var Ashley Young.

Sutton var ekki alveg sammála og sagði: „Ég ætla að nefna tvo hérna sem er skandall að þú skildir utan listans. Bruno Fernandes er einn sá versti. Og sá alversti er Harry Kane. Það má reyndar ekki segja það vegna þess að hann er fyrirliði enska landsliðsins," sagði Sutton.

„Kane er versti dýfari sem ég hef nokkurn tímann séð. Hann er stórkostlegur leikmaður og er með allt í sínum leik en hann er hræðilegur dýfari."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner