Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 13. mars 2024 09:08
Elvar Geir Magnússon
Flækjustig Meistaradeildarinnar það mikið að tölva mun sjá um að draga
Giorgio Marchetti hefur slegið í gegn þegar hann hefur séð um að draga í Meistaradeildinni en nú mun tölva taka við hans hlutverki. Marchetti mun þó væntanlega enn hafa yfirumsjón.
Giorgio Marchetti hefur slegið í gegn þegar hann hefur séð um að draga í Meistaradeildinni en nú mun tölva taka við hans hlutverki. Marchetti mun þó væntanlega enn hafa yfirumsjón.
Mynd: Getty Images
Nýtt fyrirkomulag Meistaradeildarinnar er það flókið að tölva mun sjá um að draga í keppnina. UEFA komst að því að drátturinn myndi taka allt að fjórar klukkustundir án stafrænnar aðstoðar.

Keppnin mun gjörbreytast, þátttökuliðum er fjölgað úr 32 í 36 og riðlakeppnin lögð af.

Það verður því deildarkeppni Meistaradeildarinnar en ekki riðlakeppni. Liðin 36 raða sér á eina stóra stöðutöflu þar sem hvert lið mun leika átta leiki gegn átta mismunandi andstæðingum úr mismunandi styrkleikaflokkum.

Þegar dregið verður um leikina verður dregið úr fjórum styrkleikaflokkum, hvert lið mætir tveimur liðum úr hverjum flokki. Ofan á það bætast fleiri flækjur eins og til dæmis að lið frá sama landi geta ekki mæst.

UEFA fullyrðir að þó tölva muni sjá um að draga verði ferlið verði öruggt og endurskoðunarfyrirtækið Ernst og Young fylgjast með því að allt fari eðlilega fram.

Athugasemdir
banner
banner