Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 15. mars 2024 18:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ef við förum alla leið í vítaspyrnukeppni þá mun Alfreð taka eina af spyrnunum"
Margir leikmenn fengið takmarkað að spila að undanförnu
Icelandair
Alfreð Finnbogason er leikmaður Eupen í Belgíu.
Alfreð Finnbogason er leikmaður Eupen í Belgíu.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhann Berg hefur verið fyrirliði í fjarveru Arons Einars.
Jóhann Berg hefur verið fyrirliði í fjarveru Arons Einars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn.
Arnór Sigurðsson er leikmaður Blackburn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í leikmannahópi íslenska landsliðsins eru nokkrir leikmenn sem hafa spilað takmarkaðan fjölda mínútna að undanförnu. Eftir að landsliðshópurinn var opinberaður í dag sat landsliðsþjálfarinn fyrir svörum og svaraði spurningum um hvort hann hefði áhyggjur af því að menn væru ekki að spila margar mínútur hjá félagsliðunum sínum.

Hákon Rafn Valdimarsson er þriðji markvörður Brentford, Hjörtur Hermannsson spilar mjög takmarkað með Pisa, Alfons Sampsted hefur spilað mjög lítið spilað með Twente síðasta mánuðinn, mínútum Arnórs Sigurðssonar hefur fækkað eftir stjóraskipti hjá Blackburn, Jóhann Berg Guðmundsson hefur spilað mjög lítið í síðustu tveimur leikjum Burnley, Alfreð Finnbogason byrjaði síðast leik með Eupen í janúar og Orri Steinn Óskarsson hefur annað hvort verið í liðinu hjá FCK eða utan hóps.

Fyrst var hann spurður út í takmarkaðan fjölda mínútna hjá Jóhanni Berg.

„Ég hef alltaf áhyggjur af því þegar menn eru takmarkað að spila. Það er aðalatriðið," sagði þjálfarinn.

Hareide tók sig svo til og sagði sögu af sínum þjálfaraferli þar sem hans lið nýtti sér það að leikmaður andstæðinganna var ekki í nægilega góðu formi.

„Þegar ég var þjálfari Danmerkur þá spiluðum við gegn Írlandi í undankeppni. Þá var miðjumaður í hópnum þeirra sem hafði ekki spilað mikið með liði sínu í Championship. Fitness þjálfarinn minn þá, klár maður sem ég vann líka með hjá Malmö og vinnur núna með sænska landsliðinu, ég ræddi við hann og við fórum yfir öll gögnin sem við höfðum um andstæðingana. Hann gat sagt til um að tiltekinn leikmaður gæti ekki spilað (yrði þreyttur) eftir 60 mínútur í seinni leiknum. Það raungerðist og við fengum allt pláss í heiminum til að snúa öllu við í þeim leik."

„Besta æfingin fyrir leikmenn eru leikir, þeir þurfa að vera í leikformi."

„Arnór spilaði mikið áður en nýi stjórinn kom inn. Hann hefur notað Arnór aðeins minna en Jon Dahl gerði. Alfreð hefur fengið fáar mínútur, en hann hefur mikilvægt hlutverk í liðinu þar sem hann getur talað við yngri leikmennina og hjálpað þeim á sinn hátt. Sem framherji getur hann verið mikilvægur á síðustu mínútunni. Hann getur verið mikilvægur af vítapunktinum. Ef við förum alla leið í vítaspyrnukeppni þá mun Alfreð taka eina af vítaspyrnunum,"
sagði Hareide.

Íslenska landsliðið mætir Ísrael í Búdapest í undanúrslitum umspilsins um sæti í lokakeppni EM 2024 þann 21. mars, fimmtudagskvöldið í næstu viku.

Sigurvegarinn í þeim leik mætir annað hvort Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu 26. mars í hreinum úrslitaleik um sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi.

Athugasemdir
banner