Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 13:20
Aksentije Milisic
Mbappe útilokar að ganga í raðir Arsenal: Það er of kalt þarna
Mbappe og Dembele á góðri stundu.
Mbappe og Dembele á góðri stundu.
Mynd: EPA

Kylian Mbappe, leikmaður PSG í Frakklandi, mun yfirgefa liðið í sumar þegar samningur hans við franska liðið rennur út.


Hann mun að öllum líkindum ganga í raðir Real Madrid en myndband af Mbappe gengur nú um á netinu þar sem ungur stuðningsmaður bað hann um að ganga í raðir Arsenal.

„Komdu til Arsenal, við munum hugsa vel um þig," sagði stuðningsmaðurinn við Mbappe sem hló og hafði gaman að þessu.

„Ekki séns, ekki séns. Það er of kalt þarna!", sagði Mbappe léttur.

PSG komst áfram í 8 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu og þar mun liðið mæta Barcelona. Takist PSG að vinna Barcelona þá mætir liðið Atletico Madrid eða Borussia Dortmund í undanúrslitum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner