Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 17. mars 2024 14:23
Aksentije Milisic
Giroud gæti farið í MLS deildina
Mynd: EPA

Oliver Giroud, sóknarmaður AC Milan, gæti farið í MLS deildina á næsta tímabili en nokkur lið hafa sett sig í samband við Frakkann.


Giroud mun taka ákvörðun um framtíð sína í maí mánuði en hann hefur staðið sig mjög vel á þessu tímabili þrátt fyrir að vera orðinn 37 ára gamall.

Hann hefur skorað 14 mörk og lagt upp 9 í öllum keppnum en þessi reynslumikli leikmaður hefur spilað 128 leiki fyrir landslið Frakklands og skorað í þeim 56 mörk.

Þá hefur hann spilað með liðum á borð við Arsenal og Chelsea en hann hefur verið í röðum AC Milan síðan árið 2021 og staðið sig mjög vel.


Athugasemdir
banner
banner
banner