Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 10:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Arnar: Má segja að þetta sé allt Bjarna Guðjóns að þakka
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR.
Bjarni Guðjónsson, framkvæmdastjóri KR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var í áhugaverðu spjalli í Víkingshlaðvarpinu í gær þar sem hann fór yfir sinn fótboltaferil, bæði sem leikmaður og sem þjálfari.

Arnar er einn besti og sigursælasti þjálfari sem hefur þjálfað hér á Íslandi en hann hefur sankað að sér titlum á síðustu árum.

Eftir að leikmannaferlinum lauk þá hvarf Arnar aðeins frá fótbolta og það var ekki alltaf víst að hann yrði þjálfari.

„Ég fór eiginlega svolítið frá fótbolta eftir að ferlinum lauk. Það var einhvers konar sjálfsvorkunn. Ég vildi prófa nýja hluti og í fimm eða sex ár þá horfði ég varla á leik. Ég er ekki að grínast," sagði Arnar en hann þakkar Bjarna Guðjónssyni, núverandi framkvæmdastjóra KR, fyrir að fá sig í þjálfun.

„Svo var ég í settinu eitt árið í Pepsi mörkunum og þá fékk ég áhugann aftur. Svo hringir KR; Bjarni Guðjóns hringir í mig um sumarið og biður mig um að aðstoða sig. Þá ertu kominn á völlinn aftur, kominn í búningsklefann. 'Fokk, hvað þetta er gaman'. Þá kemur metnaðurinn aftur inn. Ég var heppinn að Willum tekur mig undir arminn sinn hjá KR og svo Logi hjá Víkingum. Ég fékk gríðarlegan skóla hjá tveimur meisturum."

„Það má segja að þetta sé allt Bjarna Guðjóns að þakka. Ef hann hefði ekki bjallað... ég held ég hafi ekki þakkað honum fyrir en ég geri það hér og nú. Hann á stóran þátt í þessu. Ég er mjög gamall þegar ég byrja að þjálfa, 43 ára. Mér finnst ég vera ungur þjálfari þó ég sé gamall í vegabréfinu."

Á síðasta tímabili varð Víkingur bæði Íslands- og bikarmeistari en það verður fróðlegt að sjá hvað liðið gerir í smar.


Athugasemdir
banner
banner