Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 23:37
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Vísir.is 
Fjölmiðlar máttu ekki ræða við Albert
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir fjölmiðlar máttu ekki ræða við hetju kvöldsins, Albert Guðmundsson, eftir 4-1 sigur Íslands á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins í Búdapest í kvöld, en Vísir greinir frá þessu í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Albert átti magnaðan leik í endurkomu sinni með landsliðinu, skoraði þrennu og átti þátt í öðru markinu sem Arnór Ingvi Traustason skoraði.

Fjölmiðlar vildu því eðlilega fá að ræða við besta mann leiksins eftir leik en fengu ekki.

Vísir greinir frá því að Stöð 2 Sport hafi leitast eftir því að fá að ræða við Albert en að KSÍ hafi neitað því og öðrum fjölmiðlum um viðtöl.

KSÍ gaf engar frekari skýringar á ákvörðuninni að meina Alberti að fara í viðtöl.

Mikil umræða hefur verið um þátttöku hans í þessu verkefni en á síðasta ári var hann kærður fyrir að kynferðisbrot og var hann því ekki í myndinni hjá landsliðinu. Málið var fellt niður í síðasta mánuði og Albert í kjölfarið valinn aftur í landsliðshópinn.

Konan kærði niðurfellinguna héraðssaksóknara á dögunum en Albert var ekki tekinn út úr hópnum. Hefur sú ákvörðun verið gagnrýnd, en Þorvaldur Örlygsson, formaður KSÍ, ræddi ákvörðunina í viðtali við RÚV á þriðjudag.

„Það var ákveðið að þjálfarinn mátti velja hann í landsliðið af því þetta var fellt niður. En við teljum að við viljum láta hann klára þetta verkefni. Stjórn ákvað það að landsliðsverkefnið telst vera hafið, leikmannahópurinn var opinberaður og Albert mun klára þetta verkefni núna,“ sagði Þorvaldur.

Albert hefur alltaf neitað sök.
Athugasemdir
banner
banner