Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gylfi: Tían er mjög þýðingarmikil fyrir Kidda
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Adam Ægir Pálsson og Gylfi.
Mynd: Valur
Það var tilkynnt í gær að Gylfi Þór Sigurðsson muni spila í treyju númer 23 hjá Val í sumar. Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, hefur hingað til leikið í treyju númer 23 en hann var tilbúinn að gefa Gylfa treyjunúmerið sitt.

„Ég vissi auðvitað að Gylfi hefur áður verið í númer 23 þegar hann var hjá Swansea. Það er síðan bara þannig að þegar besti leikmaður Íslands frá upphafi vill fara í þá treyju þá er það bara minn heiður að gefa honum númerið. Ég meina, hann er náttúrulega geitin," sagði Adam Ægir í gær.

Gylfi hefur oftar en ekki verið númer 10 á sínum ferli og hefur til að mynda alltaf verið með það númer á bakinu þegar hann spilar með landsliðinu. En hjá Val er Kristinn Freyr Sigurðsson númer 10 og hann mun halda því númeri.

„Ég spurði alveg fyrir um tíuna en tían er þýðingarmikil fyrir Kidda og það var bara klárt mál að hann yrði áfram í henni," sagði Gylfi við Fótbolta.net í gær.

Gylfi átti góðan tíma með '23' á bakinu þegar hann var leikmaður Swansea í ensku úrvalsdeildinni.

„Ég athugaði svo með 23 og Adam hugsaði þetta aðeins, en svo var hann meira en til í að leyfa mér að fá númerið. Ég er mjög þakklátur fyrir það. Adam er mjög hress og skemmtilegur. Hann er allt öðruvísi en ég bjóst við. Ég hafði aldrei kynnst honum persónulega en hann er mjög fínn," sagði Gylfi jafnframt.

Hægt er að sjá viðtalið við Gylfa í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Gylfi í löngu viðtali: Kominn tími á að vera heima í eðlilegu lífi
Athugasemdir
banner
banner
banner