Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 15:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Búdapest
„Kom vissulega smá stress að ég þyrfti að vera áfram á Íslandi"
'Mitt tímabil var ekkert spes ef ég á að vera hreinskilinn en það fór mikið upp á við í lokin'
'Mitt tímabil var ekkert spes ef ég á að vera hreinskilinn en það fór mikið upp á við í lokin'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
'Ég tékkaði aðeins á honum þegar þetta kom upp fyrst og hann hafði bara góða hluti að segja um Kolding'
'Ég tékkaði aðeins á honum þegar þetta kom upp fyrst og hann hafði bara góða hluti að segja um Kolding'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'Gerir þetta aðeins heimilislegra að geta talað íslensku og svona á æfingum en ekki alltaf verið að drukkna í dönskunni'
'Gerir þetta aðeins heimilislegra að geta talað íslensku og svona á æfingum en ekki alltaf verið að drukkna í dönskunni'
Mynd: Kolding
'Eftir að Dóri tekur við þá fæ ég meira hlutverk í liðinu og spila restina af leikjunum og fannst ég hafa gert það vel í nýrri stöðu'
'Eftir að Dóri tekur við þá fæ ég meira hlutverk í liðinu og spila restina af leikjunum og fannst ég hafa gert það vel í nýrri stöðu'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það erfitt að keppa um stöðu við Andra þar sem hann á eiginlega alltaf góðan leik'
'Það erfitt að keppa um stöðu við Andra þar sem hann á eiginlega alltaf góðan leik'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Það var frábær upplifun og forréttindi að fá að spila í Conference League, að spila á móti þessum liðum og geta séð hvar ég stend í samanburði við leikmenn þar'
'Það var frábær upplifun og forréttindi að fá að spila í Conference League, að spila á móti þessum liðum og geta séð hvar ég stend í samanburði við leikmenn þar'
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
'Mig  hefur alltaf langað að búa hér og líka langað að spila fótbolta í Danmörku'
'Mig hefur alltaf langað að búa hér og líka langað að spila fótbolta í Danmörku'
Mynd: Kolding
'Erfitt að fara frá Breiðabliki þar sem þetta er frábær klúbbur'
'Erfitt að fara frá Breiðabliki þar sem þetta er frábær klúbbur'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Ingvarsson gekk í raðir Kolding á frjálsri sölu frá Breiðabliki í lok vetrargluggans fyrir rúmum mánuði síðan.

Davíð er 24 ára og var hjá Breiðabliki í um áratug eftir að hafa komið frá FH. Fótbolti.net ræddi við kappann á dögunum og spurði hann út í félagaskiptin.

Vissi að fyrrum samherji sinn væri hjá félaginu
„Þetta kom upp í lok janúar, ég fór á fund með þjálfaranum og mér leist vel á það sem hann var að segja um stefnu og markmið klúbbsins. Það er alvöru metnaður í klúbbnum, þeir eru alltaf að reyna að stækka hann og gera hann betri," segir Davíð.

Hvernig vita þeir af þér, leikmanninum Davíð Ingvarssyni?

„Ég reyndar hef ekki hugmynd en þeir sáu mig örugglega bara síðasta sumar og í öllum þessum Evrópuleikjum sem við spiluðum."

„Ég vissi voða lítið eða eiginlega ekki neitt um klúbbinn, eina sem ég vissi var að Thomas (Mikkelsen) væri þarna."

Góður tímapunktur til að reyna fyrir sér erlendis
Var aldrei spurning um að yfirgefa Breiðablik eftir tímabilið 2023?

„Það var kannski aldrei alveg bókað að ég færi, en þar sem ég var að renna út á samning og ég var um sumarið svona inn og út úr liðinu hjá Breiðabliki þá hugsaði ég alveg að þetta væri kannski góður tímapunktur að fara erlendis og láta reyna á það."

„En svo þegar Dóri (Halldór Árnason) tók við og ég fékk að spila alla leikina eftir það, þá hugsaði ég mig alveg um að vera áfram."


Var erfitt að fara?

„Já, auðvitað var erfitt að fara frá Breiðabliki þar sem þetta er frábær klúbbur, frábærir þjálfarar og líka þar sem allir strákarnir í liðinu eru geggjaðir gæjar."

Alltaf langað til að búa í Danmörku og félagið stefnir upp
Það hljómar kannski eins og risaskref að taka, að semja við félag í B-deildinni í Danmörku eftir að hafa spilað með toppliði á Íslandi. Var aldrei spurning um að segja já við félagi í þeirri deild?

„Þar sem ekkert varð úr því að ég færi til Tékklands þá komu hinir og þessir möguleikar upp, en þar mér leist bara vel á Danmörku. Mig hefur alltaf langað að búa hér og líka langað að spila fótbolta í Danmörku."

Hvert er markmið félagsins, er eitthvað talað um að það eigi að gera alvöru atlögu að því að fara upp á næsta tímabili?

„Markmið klúbbsins eru auðvitað að komast í Superliga og vera þar. Það er ekki möguleiki í ár á að fara upp en það mun 100% vera markmiðið á næsta ári að vera að keppast um að komast upp."

Eins og Davíð segir þá er ekki raunhæfur möguleiki á því að fara upp í efstu deild í ár. Liðið er 16 stigum frá sæti í Superliga þegar 30 stig eru í pottinum.

Heimilislegra að vera með annan Íslending með sér
Hvernig hafa fyrstu vikurnar í Danmörku verið?

„Fyrstu vikurnar hafa bara verið flottar, kærastan mín flutti með mér út þannig þetta er bara geggjað. Ég er svona ennþá að koma mér almennilega fyrir í bænum og svona en það tekur alltaf sinn tíma. Þetta hefur allt verið mjög næs, gæjarnir í liðinu er topp strákar og svo er líka ekkert slæmt að hafa annan Íslending með sér hérna," segir Davíð og á þá við Ara Leifsson sem kom til Kolding á sama tíma og Davíð.

Í viðtalinu talaði Davíð um Thomas Mikkelsen. Davíð og Thomas léku saman hjá Breiðabliki og er danski framherjinn leikmaður Kolding. Hefur hann eitthvað að segja í þessum skiptum?

„Nei, ekkert þannig. Ég tékkaði aðeins á honum þegar þetta kom upp fyrst og hann hafði bara góða hluti að segja um Kolding."

En staðreyndin að Ari var líka að semja við Kolding?

„Það var bara geggjað að vita að Ari væri að koma líka, það kannski hafði ekkert mikil áhrif á ákvörðunina þar sem ég var nú þegar spenntur fyrir þessu áður en að ég vissi að hann væri að koma líka, en auðvitað auðveldaði það ákvörðunina eitthvað."

„Það hjálpar mikið að hafa annan Íslending í liðinu, það gerir þetta aðeins heimilislegra að geta talað íslensku og svona á æfingum en ekki alltaf verið að drukkna í dönskunni."


Skrítinn og óþægilegur tími
En aðeins til baka til tímans þar sem ljóst var að þú myndir ekki fara til Tékklands. Hvernig var sá tími?

„Hann var frekar skrítinn og óþægilegur þar sem ég var samningslaus og ég vissi ekkert hvar ég myndi enda. Ég var því nánast allan janúar að hugsa hvar ég myndi enda, hvort sem það yrði á Íslandi eða erlendis."

Fórstu í einhverjar viðræður á Íslandi?

„Nei, ég fór aldrei í einhverjar viðræður, það var vissulega áhugi frá liðum á Íslandi en það fór ekkert lengra en það."

„Það kom alveg til greina að endursemja við Breiðablik. Ég var alveg með það á bakvið eyrað að ef ekkert myndi koma upp erlendis þá hefði ég klárlega skoðað það."


Var eitthvað stress að mögulega kæmi ekkert upp erlendis?

„Já og nei, hausinn á mér var klárlega kominn út á ákveðnum tímapunkti og var ég frekar spenntur að flytja út. Þannig þegar að Tékkland var úr myndinni þá kom vissulega smá stress að ég þyrfti að vera áfram á Íslandi. En ég vissi af einhverjum áhugi erlendis sem róaði mig kannski aðeins."

Rússíbana tímabil
Að síðasta tímabili með Breiðabliki, hvernig fannst þér það?

„Síðasta tímabil var smá svona rússíbani hjá mér þar sem ég næ varla að taka þátt á undirbúningstímabilinu og missi af byrjun mótsins vegna þess að ég fór í aðgerð á ökklanum. Ég var svona inn og út úr liðinu þar sem Andri var að standa sig vel í bakverðinum. En svo eftir að Dóri tekur við þá fæ ég meira hlutverk í liðinu og spila restina af leikjunum og fannst ég hafa gert það vel í nýrri stöðu."

Andri á eiginlega alltaf góðan leik
Davíð nefnir Andra Rafn Yeoman sem var oftast í vinstri bakverðinum hjá Blikum í fyrra.

„Það erfitt að keppa um stöðu við Andra þar sem hann á eiginlega alltaf góðan leik. Það var bara hollt fyrir mig sem leikmann að fá alvöru samkeppni."

Geggjað að spila á kantinum í Sambandsdeildinni
Davíð kom inn á kantinn í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar.

„Að fá að spila á kantinum var bara geggjað, mjög svipað fyrir mér og að spila í bakverðinum nema ég þurfti ekki að fara eins neðarlega á völlinn, gat verið aðeins hærra og tekið ennþá meira þátt í sóknarleiknum."

En hvernig var að spila í riðlakeppninni?

„Það var frábær upplifun og forréttindi að fá að spila í Conference League, að spila á móti þessum liðum og geta séð hvar ég stend í samanburði við leikmenn þar."

Davíð gerði svo tímabilið upp í einni sentingu. „Mitt tímabil var ekkert spes ef ég á að vera hreinskilinn en það fór mikið upp á við í lokin."

Varð ekkert úr áhuga Haugesund
Í lokin, þá voru einhverjar sögur um áhuga norska félagsins Haugesund síðasta vetur. Varðst þú eitthvað var við þann áhuga?

„Það kom upp einhver áhugi frá þeim í byrjun 2023 en ég var ennþá meiddur í ökklanum og átti eftir að fara í aðgerð þannig það varð aldrei neitt úr því," sagði Davíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner