Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 18:30
Brynjar Ingi Erluson
Luis Díaz ekki á blaði hjá PSG
Mynd: Getty Images
Kólumbíski vængmaðurinn Luis Díaz er ekki á blaði hjá franska félaginu Paris Saint-Germain en þetta kemur fram á Sky Sports í dag.

Fjölmiðlar greindu frá því í vikunni að PSG væri að skoða það að fá Díaz til félagsins í sumar í stað Kylian Mbappe sem mun að öllum líkindum halda til Real Madrid.

Kom þar fram að franska félagið væri í sambandi við umboðsmann Díaz varðandi möguleg skipti en Sky Sports segir þetta ekki rétt.

Luis Campos, yfirmaður íþróttamála hjá PSG, og Luis Enrique, þjálfari félagsins, hafa ekki áhuga á því að fá Díaz frá Liverpool.

Þeir telja hann ekki rétta prófílinn fyrir félagið á þessu augnabliki, en hann hefur einnig verið orðaður við spænsku félögin Barcelona og Real Madrid.

Díaz hefur komið að sextán mörkum fyrir Liverpool á þessari leiktíð, en hann kom til félagsins frá Porto fyrir tveimur árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner