Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fim 21. mars 2024 23:11
Brynjar Ingi Erluson
Sverrir: Ætlum að vinna þann leik og fara á Evrópumótið
Icelandair
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Varnarmaðurinn Sverrir Ingi Ingason bar fyrirliðabandið í 4-1 sigri Íslands á Ísrael í undanúrslitum EM-umspilsins í kvöld og er liðið nú einum leik frá því að komast á Evrópumótið.

Ísland lenti undir í leiknum er Eren Zahavi skoraði úr vítaspyrnu eftir hálftímaleik.

Það hafði góð áhrif á íslenska liðið sem kom til baka og skoraði tvö mörk áður en flautað var til loka fyrri hálfleiks. Albert Guðmundsson gerði út um leikinn með tveimur mörkum undir lok seinni hálfleiks en Sverrir viðurkennir að heppni hafi líka spilað stóra rullu.

„Ég held að ef við horfum á það þá held ég að það hafi verið fínt að við lendum undir. Við vöknum við það, því við vorum full passífir í byrjun, enda mikið undir og spennustigið í leiknum og menn vildu ekki taka áhættur. Þetta var svolítið lokað og þeir fengu vítaspyrnu upp úr engu, en eftir það fengu menn meira frjálsræði og byrjuðu að spila sinn leik. Við skoruðum tvö mörk á fimm eða tíu mínútna kafla en í seinni hálfleik fannst mér við geta betur varnarlega, en skorum fjögur mörk. Mikið sem við getum tekið með okkur inn í leikinn á þriðjudag. Fyrst og fremst geggjaður karakter í strákunum sem sýnir það að við erum með mjög gott fótboltalið og erum núna einum leik frá Evrópumótinu. Það verður allt undir þá.“

„Maður reynir að halda mönnum við efnið og oft þarf lítið til að 'switch-off'. Við vorum heppnir í stöðunni 2-1 þegar það kemur önnur vítaspyrna en heppnin virðist hafa verið með okkur í dag. Við þurfum að laga ýmislegt í varnarleiknum fyrir leikinn á þriðjudag en sóknarlega erum við með svo mikið af hæfileikum í þessum ungu strákum. Ég hafði fulla trú á að við myndum skora mörk í dag, þannig bara geggjað.“

Albert skoraði þrennu í endurkomunni og var Sverrir afar ánægður fyrir hans hönd.

„Geggjaður. Hann er búinn að vera spila frábærlega á Ítalíu á þessu tímabili. Verið einn af betri leikmönnunum í þeirri deild, sem er ein sú besta í heimi. Hann sýndi það í dag að hann er heldur betur í formi og bara ánægður fyrir hans hönd. Frábær leikur hjá honum og öllu liðinu. Nú er að safna orku fyrir leikinn á þriðjudaginn, bara 'Let's Go for it'.“

Á þriðjudag mætast Ísland og Úkraína í hreinum úrslitaleik um sæti á Evrópumótið. Honum líst ágætlega á það.

„Bara vel. Mér er eiginlega alveg sama hvaða liði við mætum. Við förum í þann leik 'All-in' og við ætlum að vinna og fara á Evrópumótið. Ef þú ert einum leik frá því að fara á Evrópumótið þá skiptir engu hver mótherjinn er því þú vilt gera allt sem þú getur í þeim leik og ég hef fulla trú á að við getum fundið gott 'gameplan' og fundið sigurinn þar,“ sagði Sverrir við Stefán Árna Pálsson á Stöð 2 Sport.
Athugasemdir
banner
banner
banner