Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 22. mars 2024 17:29
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Breiðablik gerði jafntefli við lið úr efstu deild í Þýskalandi
Svona var byrjunarlið Breiðabliks í dag.
Svona var byrjunarlið Breiðabliks í dag.
Mynd: Breiðablik
Breiðablik mætti í dag Köln í æfingaleik á Spáni. Breiðablik er í æfingaferð þar í undirbúningi sínum fyrir Bestu deildina á meðan Köln nýtti tækifærið og skellti sér til Spánar í landsleikjahléinu.

Köln er sem stendur í 17. sæti efstu deildar í Þýskalandi en þeir tóku forystuna í dag þegar Faride Alidou skoraði. Sá á að baki tíu U21 landsleiki fyrir Þýskaland og hefur á yfirstandandi tímabili skorað fjögur mörk í Bundesligunni.

Forysta Köln lifði ekki lengi því Kristinn Steindórsson jafnaði áður en flautað var til hálfleiks, og var staðan 1-1 í leikhléinu.

Hinn 19 ára gamli Damion Downs kom Köln aftur í forystu eftir undirbúning frá David Selke, sem hefur spilað yfir 200 leiki í þýsku úrvalsdeildinni. En Blikar gáfust ekki upp og jafnaði Benjamin Stokke, nýr sóknarmaður Breiðabliks, metin áður en flautað var til leiksloka.

Það eru núna rúmlega tvær vikur í Bestu deildina en þessi úrslit ættu að gefa Blikum ágætis sjálfstraust þar sem Köln var með öflugt lið inn á vellinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner