Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 24. mars 2024 10:47
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Einn besti dómari heims á Úkraína - Ísland
Hefur áður dæmt landsleik milli þjóðanna
Icelandair
Clement Turpin.
Clement Turpin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Franski dómarinn Clement Turpin verður með flautuna í Wroclaw í Póllandi á þriðjudag þegar Úkraína og Ísland eigast við í hreinum úrslitaleik um sæti á EM.

Turpin er einn besti dómari heims og dæmdi á HM 2018 og 2022 og á Evrópumótunum 2016 og 2020. Árið 2022 dæmdi hann úrslitaleik Meistaradeildarinnar, viðureign Liverpool og Real Madrid.

Turpin hefur áður dæmt landsleik milli Úkraínu og Íslands. Hann dæmdi leik liðanna í september 2016 þegar þau mættust í undankeppni HM í Kænugarði. Alfreð Finnbogason skoraði mark Íslands í 1-1 jafntefli.

Sá leikur var leikinn án áhorfenda þar sem Úkraína hafði fengið refsingu vegna óláta áhorfenda.

Allt dómarateymið sem starfar á leiknum á þriðjudag er skipað Frökkum.
Athugasemdir
banner
banner
banner