Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 28. mars 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Aðalmarkvörður Gautaborgar meiddist illa - Fær Adam Ingi traustið?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Adam Ingi Benediktsson, markvörður Gautaborgar í Svíþjóð, gæti fengið traustið fyrir komandi leiktíð eftir að aðalmarkvörður liðsins sleit krossband.

Pontus Dahlberg hefur staðið á milli stanganna hjá liðinu síðustu tvö ár en hann snéri heim eftir að hafa spilað með Watford á Englandi.

Hinn 21 árs gamli Adam Ingi hefur verið honum til halds og trausts, en ekki verið að fá tækifæri.

Adam hefur komið við sögu í einum bikarleik á þessu ári en hann mun þó áfram fá verðuga samkeppni því Gautaborg hefur landað norska markverðinum Anders Kristiansen á láni frá Sarpsborg.

Kristiansen er hokinn af reynslu. Hann er 34 ára gamall og spilaði áður með Union Saint-Gilloise í Belgíu ásamt því að eiga fjölda leikja fyrir yngri landslið Noregs.

Það verður fróðlegt að sjá hvort Adam nái að hafa betur í samkeppninni við Kristiansen en Gautaborg mætir Djurgården í fyrstu umferð sænsku deildarinnar á mánudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner