Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 29. mars 2024 13:36
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lisandro Martínez gæti snúið aftur um helgina
Mynd: Getty Images

Lisandro Martínez miðvörður Manchester United gæti snúið aftur um helgina þegar liðið mætir Brentford.


Martínez hefur verið í miklum meiðslavandræðum á þessari leiktíð en hann meiddist illa í leik gegn Brighton snemma á tímabilinu. Hann snéri aftur í janúar og spilaði þrjá leiki áður en hann meiddist aftur.

Erik ten Hag stjóri liðsins segir að það sé möguleiki að hann verði í hópnum um helgina.

„Við höfum saknað hans í hverjum einasta leik því hann kemur með ró í liðið. Á sama tíma með sigurviðhorf. Hann getur smitað það inn í liðið og það hefur mikið að segja," sagði Ten Hag.

„Það eru leikmenn aðkoma til baka, leikmenn komnir út á völl og aðrir á æfingu. Við eigum eina æfingu eftir en það er mjög líklegt að við munum fá nokkra leikmenn inn í hópinn."


Athugasemdir
banner
banner