Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 14:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Garnacho fékk tvær vítaspyrnur í sigri Man Utd
Mynd: EPA

Manchester Utd 2 - 0 Everton
1-0 Bruno Fernandes ('12 , víti)
2-0 Marcus Rashford ('36 , víti)


Everton var með yfirhöndina á Old Trafford í upphafi leiks en það var hins vegar Man Utd sem náði forystunni.

James Tarkowski braut á Alejandro Garnacho inn á vítateig Everton eftir um tíu mínútna leik og vítaspyrna dæmd. Bruno Fernandes steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.

Þetta var 29. mark hans fyrir Man Utd af vítapunktinum og bætti hann því met Ruud van Nistelrooy yfir flest mörk úr víti fyrir félagið í öllum keppnum.

Garnacho nældi í aðra vítaspyrnu í fyrri hálfleik en í þetta sinn steig Marcus Rashford á punktinn. Hann skoraði einnig og tvöfaldaði forystu Man Utd.

Everton fékk svo sannarlega færin til þess að fá eitthvað út úr þessu en ekkert varð úr því og sigur Man Utd staðreynd.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 34 24 5 5 82 26 +56 77
2 Man City 33 23 7 3 80 32 +48 76
3 Liverpool 34 22 8 4 75 34 +41 74
4 Aston Villa 34 20 6 8 71 50 +21 66
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Man Utd 33 16 5 12 51 50 +1 53
7 Newcastle 33 15 5 13 69 54 +15 50
8 West Ham 34 13 9 12 54 63 -9 48
9 Chelsea 32 13 8 11 61 57 +4 47
10 Bournemouth 34 12 9 13 49 60 -11 45
11 Brighton 33 11 11 11 52 54 -2 44
12 Wolves 34 12 7 15 46 54 -8 43
13 Fulham 34 12 6 16 50 54 -4 42
14 Crystal Palace 34 10 9 15 44 56 -12 39
15 Brentford 34 9 8 17 52 59 -7 35
16 Everton 34 11 8 15 36 48 -12 33
17 Nott. Forest 34 7 9 18 42 60 -18 26
18 Luton 34 6 7 21 47 75 -28 25
19 Burnley 34 5 8 21 37 69 -32 23
20 Sheffield Utd 34 3 7 24 33 92 -59 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner