Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 25. apríl 2024 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Unglingalandsliðskona skrifaði undir tveggja ára samning við Stjörnuna
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Karlotta Björk Andradóttir gekk í raðir Stjörnunnar frá Álftanesi í vetur. Karlotta er unglingalandsliðskona sem lék með fimm leiki með Þór/KA í Bestu deildinni síðasta sumar og skipti svo til Álftaness í sumarglugganum og lék sex leiki með liðinu í 2. deild.

Hún á að baki 12 leiki fyrir yngri landsliðini og hefur verið í hlutverki með Stjörnunni í vetur. Hún skrifaði undir samning sem tók gildi í síðustu viku og gildir út tímabilið 2025.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Víkingur R.

Hún kom inn á í lok leiksins gegn Víkingi í fyrstu umferð Bestu deildarinnar.

„Karlotta Björk er uppalin Akureyringur, fædd árið 2007 en hún kom til Stjörnunnar á síðasta tímabili frá Þór/KA. Karlotta spilaði seinni hluta seinasta tímabils með Álftanesi og stóð sig með prýði. Karlotta getur spilað bæði miðju og á vængnum og er gríðarlega kraftmikill og skynsamur leikmaður. Karlotta á einnig 9 leiki að baki fyrir U-17, U-16 og U-15 ára landslið Íslands. Félagið er spennt að fá þennan efnilega leikmann til liðs við sig og spennt að fylgjast með hennar framþróun á næstu árum," sagði í tilkynningu Stjörnunnar í vetur.

Komnar
Caitlin Cosme frá Bandaríkjunum
Hannah Sharts frá Finnlandi
Esther Rós Arnarsdóttir frá FH
Henríetta Ágústdóttir frá HK
Karlotta Björk Andradóttir frá Álftanesi
Heiðdís Emma Sigurðardóttir frá Gindavík (var á láni)
Jóhanna Melkorka Þórsdóttir frá Fram (var á láni)

Farnar
Heiða Ragney Viðarsdóttir í Breiðablik
Jasmín Erla Ingadóttir í Val
Málfríður Erna Sigurðardóttir í Val
Sædís Rún Heiðarsdóttir til Noregs
Eyrún Vala Harðardóttir í Fram (var á láni hjá HK)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner