Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Frank: Havertz átti að vera farinn útaf
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Þjóðverjinn Kai Havertz skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri gegn Brentford í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni og svaraði Thomas Frank, þjálfari Brentford, spurningum fréttamanna að leikslokum.

Hann er stoltur af frammistöðu leikmanna sinna, sem spiluðu mjög góðan leik gegn stórliði Arsenal og voru óheppnir að tapa, og bendir á að Havertz hafi ekki átt að vera inni á vellinum þegar hann skoraði.

Havertz var með gult spjald og dýfði sér augljóslega innan vítateigs en fékk ekki seinna gula spjaldið fyrir. Havertz sneri sér að dómaranum og lyfti höndunum upp til að biðja um vítaspyrnu, en fékk hvorki vítaspyrnuna né gula spjaldið sem hann átti skilið.

„Ég er mjög stoltur af strákunum, þetta var ótrúlega góð frammistaða hjá okkur varnarlega. Ótrúlega góð, sérstaklega þegar þú skoðar hversu vel Arsenal hefur verið að ganga og hversu illa okkur hefur verið að ganga. Við erum að glíma við mikil meiðslavandræði sem hjálpa heldur ekki," sagði Frank og sneri sér svo að sigurmarkinu.

„Að mínu mati átti Havertz ekki að vera inni á vellinum þegar hann skoraði sigurmarkið. Þetta var augljós dýfa. Það var kannski erfitt fyrir dómarann að sjá hvað gerðist en aðstoðardómarinn hefði átt að sjá þetta."

Arsenal þurfti að leggja mikið á sig til að ná inn sigurmarkinu og er Brentford aðeins komið með 26 stig eftir 28 umferðir, fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið.

„Við þurfum að berjast fyrir hverju einasta stigi. Við spiluðum vel í dag og það sást að leikslokum hversu mikið þetta þýddi fyrir Arsenal. Þeir fögnuðu sigrinum innilega, það er augljóst að þeir bera virðingu fyrir okkur.

„Við þurfum að halda áfram að leggja mikla vinnu á okkur. Við vorum kýldir í framan og núna þurfum við að standa beint aftur upp."


Fallon d'Floor nominee: Kai Havertz (while already on a yellow)
byu/Goalnado insoccer

Athugasemdir
banner
banner