Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 10:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Verð í skýjunum með það ef hundrað stig verða dregin af báðum liðum"
Tom Lockyer
Tom Lockyer
Mynd: Getty Images

Tom Lockyer fyrirliði Luton var í skemmtilegu viðtali í hlaðvarpsþættinum The Rest is Football sem er undir stjórn Gary Lineker, Micah Richards og Alan Shearer.


Lockyer mun að öllum líkindum ekki spila meira með liðinu á tímabilinu eftir að hafa farið í hjartastopp í annað sinn á ferlinum fyrir áramót.

Luton er fjórum stigum frá öruggu sæti en Nottingham Forest og Everotn eru fyrir ofan liðið í töflunni. Forest og Everton hafa verið í umræðunni undanfarið en liðin gætu átt yfir höfði sér refsingu sem kæmi sér vel fyrir Luton í baráttunni um að halda sæti sínu í deildinni.

„Ég væri að ljúga ef ég segði að við værum ekki búnir að tala um þetta. Það er ekkert öruggt fyrr en við sjáum eitthvað í fréttunum. Það er nú búið að draga úr refsingu Everton," sagði Lockyer.

„Við verðum að halda áfram að vinna að því að reyna að enda fyrir ofan þau án þess að stig verða dregin af þeim. Ég ætla vera hreinskilinn, mér er alveg sama hvernig við höldum okkur uppi. Ég verð í skýjunum með það ef 100 stig verða dregin af báðum liðum."


Athugasemdir
banner
banner