Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 10. mars 2024 21:45
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Roma bjargaði stigi á síðustu sekúndu
Mynd: EPA
Mynd: Roma
Fiorentina 2 - 2 Roma
1-0 Luca Ranieri ('18 )
1-1 Houssem Aouar ('58 )
2-1 Rolando Mandragora ('69 )
2-1 Cristiano Biraghi ('80 , Misnotað víti)
2-2 Diego Llorente ('95)

Gengi AS Roma hefur verið frábært eftir að Daniele De Rossi tók við en í kvöld heimsótti liðið Fiorentina í mikilvægum Evrópuslag.

Heimamenn í liði Fiorentina voru sterkari aðilinn og tóku forystuna þegar Luca Ranieri skoraði eftir hornspyrnu á 18. mínútu.

Fátt var um svör frá gestunum úr höfuðborginni og leiddi Fiorentina í leikhlé, en Houssem Aouar skoraði jöfnunarmark snemma í síðari hálfleik. Aouar skoraði þá með góðum skalla, en gleði Rómverja var skammlíf því heimamenn tóku forystuna á ný með marki frá Rolando Mandragora.

Þegar komið var á lokakaflann fékk Fiorentina dæmda vítaspyrnu og steig Cristiano Biraghi á vítapunktinn. Hann spyrnti vel, en Mike Svilar varði meistaralega til að halda gestunum inni í leiknum.

Þessi markvarsla átti heldur betur eftir að reynast mikilvæg, vegna þess að Roma fékk hornspyrnu á loksekúndum uppbótartímans og tókst Diego Llorente, sem er á láni frá Leeds United, að skora glæsilegt jöfnunarmark í kjölfarið.

Lokatölur urðu því 2-2 þökk sé þessu dramatísku jöfnunarmarki og er Roma í fimmta sæti Serie A deildarinnar, þremur stigum frá meistaradeildarsæti.

Fiorentina er fimm stigum á eftir Roma í evrópubaráttunni.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 33 27 5 1 79 18 +61 86
2 Milan 33 21 6 6 64 39 +25 69
3 Juventus 33 18 10 5 47 26 +21 64
4 Bologna 33 17 11 5 48 26 +22 62
5 Roma 33 17 7 9 59 39 +20 58
6 Atalanta 32 16 6 10 59 37 +22 54
7 Lazio 33 16 4 13 42 35 +7 52
8 Napoli 33 13 10 10 50 41 +9 49
9 Fiorentina 32 13 8 11 45 36 +9 47
10 Torino 33 11 13 9 31 29 +2 46
11 Monza 33 11 10 12 35 43 -8 43
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 33 8 11 14 30 48 -18 35
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 33 7 10 16 31 44 -13 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 33 8 7 18 26 48 -22 31
18 Udinese 33 4 16 13 31 50 -19 28
19 Sassuolo 33 6 8 19 39 65 -26 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner