Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 14:51
Elvar Geir Magnússon
Xavi: Napoli orðið betra eftir þjálfaraskiptin
Xavi, stjóri Barcelona.
Xavi, stjóri Barcelona.
Mynd: EPA
Barcelona tekur á móti Napoli annað kvöld í seinni viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. 1-1 jafntefli varð niðurstaðan í fyrri leiknum.

Xavi, stjóri Barcelona, segir að Napoli hafi bætt sig undir stjórn Francesco Calzona

„Ég býst við stoltu Napoli liði, þeir eru með góð einstaklingsgæði og öfluga leikmenn í sóknarstöðunum. Þetta er stórleikur á móti ríkjandi Ítalíumeisturum," segir Xavi.

„Þeir hafa bætt sig með nýjum þjálfara, það er meiri dínamík. Við vorum betra liðið í Napoli og verðum að gera enn betur núna. Þetta er mikilvægasti leikur okkar á tímabilinu"

Xavi var spurður að því hvort það væri einhver leikmaður í Napoli liðinu sem hann vildi fá í sitt lið. Þar nefndi hann slóvakíska landsliðsmanninn Stanislav Lobotka.

„Ég er hrifinn af Lobotka, hann er góður í að byggja upp sóknir og tapar ekki boltanum. Ég væri til í að sjá hann í liði eins og Barca."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner