Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 12. mars 2024 23:41
Brynjar Ingi Erluson
Arteta: Þetta er staðurinn sem við viljum vera á
Mikel Arteta
Mikel Arteta
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, stjóri Arsenal, var í skýjunum eftir að lið hans kom sér í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í kvöld.

Arsenal náði að jafna einvígið gegn Porto með marki Leandro Trossard, en það mark kom liðinu í framlengingu.

Ekkert var skorað í framlengingunni og þurfti vítakeppni til að knýja fram sigurvegara en þar hafði Arsenal betur, 4-2, og kom sér í 8-liða úrslit í fyrsta sinn í fjórtán ár.

„Ég er ótrúlega ánægður. Það hafa liðið 14 ár síðan þetta gerðist síðast, sem er mjög langur tími fyrir félag eins og Arsenal. Það sýnir bara hversu erfitt þetta var. Við þurftum að leggja okkur alla fram til að finna þetta töfra augnablik í lokin. Við erum byrjaðir að skapa ótrúlega orku á leikvanginum og vorum allir að ýta okkur áfram til að klára þetta og saman náðum við því,“ sagði Arteta, sem viðurkenni að hafa fundið fyrir stressi fyrir vítakeppnina.

„Maður verður svakalega stressaður og vonar það besta, en meðvitaður um að þetta sé smá lotterí. Við náðum að undirbúa þetta aðeins daginn fyrir leik, þannig ég verð að hrósa markvarðarþjálfurunum og öllum þeim sem hafa komið að þessu. Það er ótrúlega erfitt að spila gegn Porto, þetta er baráttulið. Við fengum ekki mörg augnablik þar sem við gátum stjórnað leiknum og þetta er bara mjög gott lið.“

„Við skoruðum mark á mikilvægu augnabliki og reyndum að skapa fleiri færi. Það tókst í lokin. Það var margt í húfi og hvert einasta smáatriði mikilvægt. Maður ver liðið sitt varðandi allar ákvarðanir og það er hluti leiksins.“


Arteta þakkaði stuðningsmönnum innilega fyrir stuðninginn í kvöld.

„Takk kærlega. Við elskum þá og bara orkan sem þeir gáfu frá sér og hversu jákvæðir þeir voru. Þeir skiluðu sínu framlagi og náðu í þennan sigur fyrir okkur, þannig er það bara.“

Spænski stjórinn segir þetta ákveðin tímamót og að þarna vilji Arsenal vera.

„Ótrúlegt. Þarna viljum við vera og höfum við verið mjög þolinmóðir, lagt mikla vinnu og það er mikið af fólki sem hefur tekið góðar ákvarðanir og sýndi hugrekki á erfiðum augnablikum. Þarna viljum við vera,“ sagði Arteta í lokin.
Athugasemdir
banner
banner