Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 13. mars 2024 11:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Tímaspursmál hvenær hann nær sér virkilega vel á strik"
Kom á óvart hversu gott formið var
Mættur aftur í gult.
Mættur aftur í gult.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Kom við sögu í ellefu leikjum með Blikum á síðasta tímabili.
Kom við sögu í ellefu leikjum með Blikum á síðasta tímabili.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, ræddi um Oliver Stefánsson í viðtali við 433.is á dögunum.

Oliver sneri aftur á Skagann í vetur eftir að hafa verið hjá Breiðabliki á síðasta tímabili. Oliver á sér nokkuð langa og erfiða meiðslasögu en er að ná sér aftur í gang.

Hann er uppalinn hjá ÍA og var á láni hjá félaginu tímabilið 2022 frá sænska félaginu Norrköping. Á síðasta tímabili fékk hann ekki mikið að spila.

„Staðan á Oliver í dag er mjög góð. Hann æfði gríðarlega vel með Breiðablik en spilaði lítið. Hann kemur til okkar í virkilega góðu formi, það kom okkur kannski pínulítið á óvart í hversu góðu formi hann var. Þá er þetta bara spurningin um og verkefni hans að komast í gegnum æfinga- og leikjaálag. Hann spilaði tvo 90 mínútna leiki á dögunum og líður mjög vel eftir það. Við teljum okkur vera á mjög góðum stað með Oliver."

„Hann er auðvitað frábær leikmaður og frábær drengur. Hann kemur gríðarlega sterkur inn í okkar hóp, var auðvitað með okkur fyrir tveimur árum þar sem hann var dálítið að ströggla við akkúrat þetta álag; ef hann æfði þá gat hann lítið spilað og öfugt. Þegar hann spilaði þá spilaði hann virkilega vel."

„Við vitum alveg hvað býr í Oliver, þetta er bara tímaspursmál hvenær hann nær sér virkilega vel á strik og hann virðist vera að gera það núna. Hann er allavega á mjög góðri leið með það,"
sagði þjálfarinn.

Oliver er 21 árs miðvörður sem á að baki fjóra leiki fyrir U21 landsliðið og var í æfingahópnum í síðasta mánuði.

ÍA er sem stendur í æfingaferð í Spáni.

ÍA vann Lengjudeildina á síðasta tímabili og hefur leik í Bestu deildinni 7. apríl þegar liðið heimsækir Val.
Athugasemdir
banner
banner