Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. mars 2024 22:50
Ívan Guðjón Baldursson
Son: Lögðum okkur ekki nógu mikið fram
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Son Heung-min, fyrirliði Tottenham, svaraði spurningum eftir óvænt 3-0 tap á útivelli gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Son var niðurlútur og hrikalega ósáttur að leikslokum. Hann kennir leikmönnum um tapið og segir að þeir þurfi að líta í spegil fyrir næstu leiki.

„Þetta er mjög svekkjandi og pirrandi, við þurfum allir að líta í spegilinn og segja 'þetta er mér að kenna'. Þetta var ekki nógu gott hjá okkur, við lögðum okkur ekki jafn mikið fram og við höfum verið að gera hingað til. Frammistaðan var ekki nógu góð, hugarfarið og líkamstjáningin ekki heldur. Við þurfum að vakna!" sagði Son.

„Ef þú mætir ekki tilbúinn til leiks í ensku úrvalsdeildinni þá verður þér refsað. Aston Villa er stórkostlegt lið en það er Fulham einnig. Ef þú gefur ekki 100% þá verður þér refsað, það er enginn sem gefur þér þrjú stig í þessari deild. Við tókum tvö skref afturábak með þessu tapi og þurfum núna að taka skref í rétta átt."

Son mistókst að hafa veruleg áhrif á leikinn í dag og er staðráðinn í því að gera betur næst.

„Þetta var algjörlega óásættanlegt hjá okkur og þar er ég meðtalinn. Við verðum að gera betur þegar við klæðumst Tottenham treyjunni. Þetta var langt frá því að vera nægilega gott, það er mjög sorglegt að horfa uppá þetta. Stuðningsmenn eiga þetta ekki skilið, þeir komu hingað með jákvæða orku og svo horfðu þeir á okkur tapa með þessum hætti.

„Þetta er mjög erfið stund fyrir okkur, við erum allir mjög niðurlútir."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner