Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 20. mars 2024 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Richarlison: Sótti mér hjálp og það bjargaði lífi mínu
Richarlison.
Richarlison.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Richarlison fagnar þeim tíðindum að brasilíska landsliðið hafi ráðið íþróttasálfræðing en hann segist vera með góða reynslu af sálfræðingum.

Richarlison sagði frá því í september síðastliðnum að hann ætlaði sér að leita sér hjálpar hjá sálfræðingi. Á þeim tíma var hann að ganga í gegnum erfiðan kafla á ferlinum og vandræði utan vallar voru að trufla hann.

Eftir að hann fékk hjálpina sem hann þurfti, þá fór honum að ganga betur hjá honum.

„Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að vera með sálfræðing til að hjálpa leikmönnunum. Við þekkjum pressuna, bæði innan og utan vallar. Ég átti meiri í vandræðum utan vallar," segir Richarlison.

„Ég veit að það eru enn til staðar fordómar í samfélaginu en ég reyni sem landsliðsmaður að segja fólki að sækja sér hjálp því það bjargaði lífi mínu. Ég var á botninum."

Richarlison er búinn að skora níu mörk í síðustu tólf leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner