Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gomez snýr aftur í landsliðið: Andlega erfitt
Mynd: EPA
Joe Gomez hefur ekki spilað landsleik fyrir England síðan hann meiddist illa á æfingu með Liverpool í nóvember 2020.

Hann er í landsliðshópinum sem mætir Frakklandi og Belgíu í vináttuleikjum í landsleikjahlénu og segist vera gríðarlega ánægður með að vera loksins kominn aftur í hópinn.

„Það er gott að loka þessum kafla, ég viðurkenni að þetta hafði slæm áhrif á mig andlega. Ég yfirgaf æfingasvæðið í sjúkrabíl og það var mjög erfitt að glíma við það andlega að geta ekki snúið aftur. Ég er mjög ánægður með að vera kominn aftur," segir Gomez.

„Ég var bara 22 ára þegar þetta gerðist en þegar maður eldist og þroskast þá fær maður nýja sýn á allt saman. Ég er þakklátur fyrir þetta tækifæri."

Gomez segist ekki vera að hugsa um EM sem fer fram í Þýskalandi í sumar, hann er einbeittur að því að klára tímabilið vel með meiðslahrjáðu liði Liverpool sem getur enn unnið þrennu á síðasta tímabili Jürgen Klopp við stjórnvölinn.

„Ég er ekki að hugsa það langt fram í tímann. Það er nóg fyrir stafni hjá Liverpool til að halda mér uppteknum næstu vikurnar."

Gomez á 11 A-landsleiki að baki fyrir England eftir að hafa misst af síðustu fjórum árum með landsliðinu.
Athugasemdir
banner
banner