Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 19:30
Brynjar Ingi Erluson
Jói Kalli fyrir leik: Verður spennandi að fylgjast með þeim
Icelandair
Jóhannes Karl Guðjónsson
Jóhannes Karl Guðjónsson
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Albert er fremstur með Orra
Albert er fremstur með Orra
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl Guðjónsson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, talaði við Stefán Árna Pálsson hjá Stöð 2 Sport fyrir landsleikinn mikilvæga gegn Ísrael í umspili Evrópumótsins í kvöld.

Lestu um leikinn: Ísrael 1 -  4 Ísland

Ísland og Ísrael mætast í Búdapest í undanúrslitum umspilsins í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:45.

Jóhannes Karl fór aðeins yfir planið fyrir leikinn í viðtali fyrir leikinn.

„Við erum að stilla þessu upp til að vinna leikinn. Við erum að sækja margt í grunninn í síðasta leik úti á móti Portúgal, bæði varnarlega og sóknarlega. Við erum í 4-4-2, eða 4-4-1-1, ætlum að vera þéttir þegar það á við og sækja hratt þegar það á við. Við gerðum það á köflum vel á móti Portúgal.“

Albert Guðmundsson og Orri Steinn Óskarsson eru fremstu menn í kvöld en Jói Kalli er spenntur að sjá hvað þeir gera í kvöld.

„Albert og Orri Óskarsson eru tveir frammi. Það er spennandi blanda að vera með þessa tvo ólíka leikmenn en samt hæfileikaríka og öfluga hvor á sinn hátt. Það verður spennandi að fylgjast með þeim í kvöld.“

Hann fór þá aðeins betur yfir leikskipulagið sem þjálfarateymið telur að sé líklegast til árangurs.

„Við vitum að þetta er undanúrslitaleikur. Við ætlum okkur að vinna og þurfum að vera þolinmóðir. Við þurfum að geta haldið í boltann þegar það á við og teljum að Ísrael mun reyna að pressa okur hátt á vellinum, sérstaklega í markspyrnum og við þurfum að geta spilað yfir pressuna þá sérstaklega snemma í leiknum og ekki taka mikið af sénsum en þegar líður á leikinn og við erum búnir að opna þá viljum við geta spilað í gegnum pressuna þeirra og spilað á milli línanna og skapað okkar tækifæri þegar það á við. Svo þurfum við bara gjör og svo vel að verjast almennilega, vera þéttir, vinnusamir, aggresífir. Síðasti þriðjungur er mikilvægur fyrir okkur og verja hann vel, en líka að passa að Ísrael komist ekki í góðar stöður þar,“ sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner