Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 17. júní 2009 10:05
Magnús Már Einarsson
3.deild: Hvað er að frétta af Álftanesi?
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Mynd: Fótbolti.net - Andri Janusson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

Að þesus sinnu kíkjum við á stemninguna hjá Álftanesi í þriðju deildinni en liðið mætir Val í 32-liða úrslitum VISA-bikarsins annað kvöld.

Ásgrímur Helgi Einarsson þjálfari Álftnesinga tók að sér að svara nokkrum spurningum.

Hvernig er stemningin hjá Álftanesi þessa dagana?
Stemningin er bara góð, tímabilið hefur byrjað ágætlega og ekki skemmir fyrir áhugi bæjarbúa á liðinu, þeir fjölmenna á heimaleiki hjá okkur og Trommusveitin Klemenz heldur uppi fjörinu á leikjum.

Er mikill fótboltaáhugi á Álftanesi?
Áhuginn er mikill já, það kannski sést best á því að í þessu ca. 2600 manna bæjarfélagi eru allir flokkar nema mfl.kv. starfræktir hjá Álftanesi og í 3. deildinni eru tvö félög. Það má segja að fótboltinn sé svona sameiginlegt áhugamál okkar Álftnesinga. Eins og ég sagði áðan er alltaf mikið fjör á heimaleikjum hjá okkur og það smitar út frá sér bæði í yngri iðkendur og þá sem kannski minni áhuga hafa, þeir fara að mæta á einn og einn leik.

Er mikil spenna fyrir bikarleikinn gegn Val á fimmtudag?
Ég held að spennan sé mest hjá bæjarbúum. Strákarnir í liðinu taka þessu eins og hverjum öðrum leik og þannig munum við nálgast leikinn. Við urðum fyrir því að missa tvo menn í meiðsli í síðasta deildarleik og þar á meðal markmanninn okkar hann Markús. En við höfum traustann mann sem býr yfir fullt af reynslu til að leysa hann af, Hólmstein Gauta Sigurðsson fyrrverandi markmann Stjörnunnar, þannig er þetta það kemur alltaf maður í manns stað.

Má búast við fjölmennum stuðningsmannahópi Álftnesinga á leiknum?
Já ekki spurning, ég verð fúll ef hálfur bærinn mætir ekki. Nei í fullri alvöru þá á ég von á að Álftnesinga fjölmenni á völlinn og á ekki síður von á hörkukeppni í stúkunni en á vellinum sjálfum.

Ertu sáttur við byrjun ykkar í sumar?
Já ég er það. Við erum búnir með fjóra leiki í deildinni og erum enn taplausir, tveir sigrar og tvö jafntefli. Ég er með góðan hóp af strákum sem eru tilbúnir að gefa sig alla í verkefnið sem er framundan í sumar. Við vitum allir hvað þarf til, vitum okkar takmörk og setum okkur markmið út frá því.

Hver er helsti styrkleiki ykkar?
Samstiltur og skemmtilegur hópur. Styrkleikinn felst í því að þetta eru allt strákar sem kunna fótbolta og það er varla staða á vellinum sem er ekki vel mönnuð. Við erum sterkir varnarlega og síðan eldfljótir fram á við þegar við höfum boltann.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
Markmiðið er að komast í úrslitakeppnina og svo verður málið skoðað ef það tekst. Við erum með lið sem á að klára þetta markmið og þangað stefnum við ótrauðir.

Hvaða lið telur þú að séu sigurstranglegust í 3.deildinni í sumar?
Völsungur fer vel af stað og þeir eru líklegir í dag. Annars er þessi deild óútreiknanleg, það sem er að gerast í dag þarf ekki að gefa neina mynd af hlutunum í haust og þá gæti eitthvað annað félag verið komið langt fram úr öðrum. Algjörlega óútreiknanlegt.

Eitthvað að að lokum?
Við viljum þakka bæjarbúum á Álftanesi fyrir þeirra stuðning og vonum að við sjáum þá á leikjum okkar í allt sumar. Þá má ekki gleyma Trommusteitinni Klemenz, frábærir strákar þar á ferð. Svo þið á Fótbolti.net, þið sinnið 3. deildinni mjög vel og gaman að sjá umfjallanir um deildina. Keep up the good work!!! Áfram Álftanes.

Eldra úr liðnum "Hvað er að frétta?"

1.deild:
Fjarðabyggð (10.júní)
ÍR (29.maí)
KA (15.maí)
Leiknir R. (29.maí)
Víkingur Ólafsvík (26.mars)
Þór (15.maí)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Grótta (16.júní)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)
Víðir Garði (21.maí)

3.deild:
Árborg (14.maí)
Berserkir (1.maí)
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
Huginn (29.maí)
KB (11.júní)
KFG (10.júní)
KFK (20.maí)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Leiknir Fáskrúðsfirði (12.júní)
Léttir (8.maí)
Skallagrímur (11.júní)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner