Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   fös 29. maí 2009 09:00
Magnús Már Einarsson
1.deild: Hvað er að frétta af Leikni?
Mynd: Matthías Ægisson
Halldór Kristinn Halldórsson.
Halldór Kristinn Halldórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Matthías Ægisson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Þá er komið að liðnum "Hvað er að frétta?" hér á Fótbolti.net en þar kíkjum við á stemninguna hjá liðum í fyrstu, annarri og þriðju deild.

ÍR og Leiknir mætast í grannaslag í Breiðholtinu í fyrstu deild karla í kvöld og því er tilvalið að skoða stemninguna hjá þessum liðum í dag.

Halldór Kristinn Halldórsson fyrirliði Leiknis svaraði nokkrum spurningum.


Hvernig er stemningin hjá Leikni þessa dagana?
Stemningin hefur verið mjög góð frá og með fyrsta leik. Hópurinn er minni en í fyrra en er samheldnari fyrir vikið. Við erum alveg í skýjunum yfir nýja húsinu, loksins komnir með almennilega aðstöðu sem skiptir miklu máli fyrir átök sumarsins. Í fyrra höfðum við klefa í Fellaskóla en nú höfum við frábæran klefa sem skapar mjög góða stemningu!

Ertu ánægður með byrjun liðsins í sumar?
2 stig í 3 leikjum er aldrei nógu gott, svo nei ég er ekki alveg nógu sáttur. Þetta er 22 leikja mót svo ég ætla ekki að byrja að væla strax. Vegna slæmra aðstæðna var fyrsti leikurinn færður í Egilshöllina, þar lágum við 2-0 eftir að hafa ekki mætt til leiks í hálfleik. Jafnteflið uppá skaga átti klárlega að vera sigur því þar spiluðum við mjög vel og áttum meira skilið. Við fengum KA í heimsókn í síðustu viku, það var sennilega einn leiðinlegasti leikur sem farið hefur fram.

Er liðið mikið breytt frá því í fyrra?
Já liðið er frekar mikið breytt, við höfum misst nokkra góða leikmenn. Þá vil ég sérstaklega nefna Einar Péturs, Fúsa og Jakob. Inn í Leiknisliðið kemur svo reynsluboltinn Gunnar Einars sem er mikill happafengur fyrir Leiknismenn. KR-ingarnir Brynjar Orri og Aron komu í lok félagsskiptagluggans og þeir líta mjög vel út. Krisján Páll er kominn aftur og Eyjólfur Tómasson er kominn í markið og hefur staðið sig mjög vel.

Hvernig er stemningin fyrir grannaslagnum í kvöld?
Stemningin er svakaleg! Það er ekkert grín að mæta ÍR sem hafa verið að sækja í sig veðrið að undanförnu. Í 2. deildinni höfðum við ágætis tak á þeim - 8 stig í 4 leikjum. Núna eru þeir eru loksins komnir í 1. deild og eru komnir til að vera. ÍR er með hörkulið í ár og við búumst við hörkuleik. Við mætum tilbúnir til leiks og ætlum okkur að sjálfsögðu sigur!

Er rígurinn á milli þessara lið meiri eða minni nú en áður?
Ég held að rígurinn sé minni í ár en undanfarið en það er þó alltaf einhver rígur hér á milli. Ég veit að þeir taka það ekki í mál að tapa fyrir Leikni og að sjálfsögðu hugsum við eins. Ég er að búast við svakalegum látum í áhorfendum og miklum fjölda á völlinn.

Ykkur er spáð 9.sæti í deildinni. Telur þú að það sé raunhæf spá?
Miðað við það að við höfum misst nokkra góða menn en lítið fengið þá má segja að þetta sé raunhæft.
Við erum með mjög ungt lið: Það voru 7 leikmenn 21 ára eða yngri í byrjunarliðinu í fyrstu 3 leikjunum og þar af hafa 9 leikmenn spilað með yngriflokkum leiknis.
Við höfum verið í fallbaráttu í þessari deild og staðist þá pressu með stæl. Hópurinn er lítill en þéttur, nýr þjálfari með nýjar áherslur. Ég vona við förum að hala inn stigum og fara ofar upp töfluna.

Hver er helsti styrkleiki ykkar?
Það er helst hvað við erum vel skipulagðir. Hópurinn er þéttur og það leggja sig allir 100% fram. Þetta gerir okkur mjög erfiða andstæðinga.

Hver eru markmið ykkar fyrir sumarið?
Við höfum ekki sett okkur nein sérstök markmið önnur en að horfa til næsta leiks og vinna hann. Leikmenn eiga sín persónulegu markmið sem þeir munu berjast við að ná.

Hvað finnst þér hafa komið mest á óvart í upphafi 1.deildarinnar?
Ég verð að segja að gengi ÍA í fyrstu leikjunum kemur mér mjög á óvart. Flestir bjuggust við töluvert meiru af þeim en það er bara þannig að 1. deildin er allt öðruvísi en úrvalsdeildin, hér liggja liðin mikið til baka og gefa ekki færi á sér. Vikingur Ó. hefur byrjað mótið af krafti og hafa náð 2 góðum sigrum, það kom mér svolítið á óvart.

Hvaða lið telur þú að sé sigurstranglegast í 1. deildinni í sumar?
Mótið er rétt byrjað, 19 leikir eftir. Ég held að skagamenn eigi eftir að rífa sig upp og taka þetta. Mér sýnist samt toppbaráttan ætli að vera býsna hörð! Þarna eru nokkur lið sem koma til greina sem ég ætla þó ekki að telja upp.

Eitthvað að lokum?
Þá vil ég minna fólk á Derby-slaginn á föstudaginn! Þetta er stórleikur sem hefur ALLTAF eitthvað skemmtilegt upp á að bjóða. Ég skora á alla Breiðhyltinga að koma og styðja sitt lið sem er væntanlega Leiknir ;)

Eldra úr liðnum "Hvað er að frétta?"

1.deild:
KA (15.maí)
Leiknir R. (29.maí)
Víkingur Ólafsvík (26.mars)
Þór (15.maí)

2.deild:
BÍ/Bolungarvík (29.apríl)
Hamar (21.apríl)
ÍH/HV (17.apríl)
Reynir Sandgerði (3.apríl)

3.deild:
Árborg (14.maí)
Berserkir (1.maí)
Draupnir (25.mars)
Einherji (16.apríl)
KFK (20.maí)
KFR (31.mars)
KFS (30.apríl)
Léttir (8.maí)
Athugasemdir
banner
banner
banner