Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 11:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp léttur: Síðan þá hefur mér ekki líkað vel við Maddison
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur í gríni sagt að hann kunni ekki vel við James Maddison, leikmann Tottenham.

Ástæðan er mark sem Manchester City skoraði gegn Leicester undir lok 2018/19 tímabilsins.

Vincent Kompany skoraði þá frægt mark sem var algjört lykilmark í því að City varð á endanum Englandsmeistari. Liverpool náði í 97 stig það tímabili en endaði með einu stigi minna en City.

„Þegar Vincent Kompany snerti boltann þarna, ég er ánægður að hafi ekki fengið taugaáfall. Ég man nákvæmlega hvernig ég sat á sófanum og hugsaði: 'Maddison, mættu honum og komdu þér fyrir þetta'. Síðan þá hef ég ekki kunnað vel við Maddison," sagði Klopp og hló.

„Ég var reiður við Brendan Rodgers þar sem hann (Maddison) var þreyttur og hann átti að taka hann út af."

Klopp stýrir sínum síðasta leik hjá Liverpool um helgina þegar liðið mætir Wolves í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Hér fyrir neðan má sjá markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner