Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fös 17. maí 2024 10:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hérna"
Tuchel verður ekki áfram með Bayern
Thomas Tuchel.
Thomas Tuchel.
Mynd: EPA
Thomas Tuchel hefur neitað beiðni Bayern München um að vera áfram stjóri liðsins.

Stjóraleit þýska stórveldisins hefur gengið hörmulega. Xabi Alonso, Ralf Rangnick og Julian Nagelsmann höfnuðu allir félaginu og vildu frekar vera áfram í því starfi sem þeir nú gegna.

Bayern reyndi þá að fá Oliver Glasner frá Crystal Palace en fékk skýr skilaboð um að hann væri ekki fáanlegur. Endurkoma Hansi Flick er þá ekki í kortunum.

Bayern reyndi núna síðast að fá Tuchel til að halda áfram með liðið, en félagið komast að sameiginlegri ákvörðun með honum í febrúar um að hætta í starfinu. Tuchel sagði á fréttamannafundi í dag að ekki hefði náð samkomulag á milli hans og félagsins.

„Þetta er minn síðasti blaðamannafundur hérna," sagði Tuchel í dag.

Tuchel er með stuðning úr búningsklefa Bayern þar á meðal frá Manuel Neuer og Thomas Muller, sem hafa verið lengi hjá félaginu. Eric Dier og Harry Kane eru líka miklir aðdáendur hans. En hann verður ekki áfram hjá félaginu.

Tuchel er opinn fyrir því að snúa aftur til Englands - þar sem hann stýrði áður Chelsea - og hann vill fá nýtt starf strax. Hann þarf ekki að endurhlaða batteríin. Tuchel hefur verið orðaður við Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner