Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 01. mars 2021 16:30
Enski boltinn
Æfingaleikjastemning yfir stórleikjunum á Englandi
Úr leik Chelsea og Manchester United í gær.
Úr leik Chelsea og Manchester United í gær.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Chelsea og Manchester United gerðu markalaust jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Stóru leikirnir hafa verið tíðindalitlir á þessu tímabili og margir velta því fyrir sér hvort að áhorfendaleysið spili þar inn í.

„Það virðist vera hálfgerð æfingaleikjastemning yfir hlutunum í mörgum leikjum. Þetta eru margir leikir og það getur verið þreyta og eitthvað svoleiðis," sagði Viðar Guðjónsson í hlaðvarpsþættinum „Enski boltinn" á Fótbolta.net í dag.

„Áhorfendaleysi getur haft áhrif. Þetta drífur menn áfram, sérstaklega heimaliðið. Tempóið fer upp í leikjum þegar það eru áhorfendur. Er eitthvað enskara en það er horn og allir tryllast? Það verðu allt rafmagnaðara. Ég gæti trúað að málið sé að það vanti áhorfendur og þá ákefð í leikjum út frá því."

Manchester United hefur gert fimm markalaus jafntefli í leikjum gegn Chelsea, Arsenal, Liverpool og Manchester City í vetur.

„Mér finnst uppleggið hjá Manchester United vera neikvætt gagnvart þessum stórleikjum. Þeir hafa lagst til baka og farið í skyndisóknir," sagði Jón Júlíus Karlsson. „Mér fannst uppleggið hjá Manchester United í gær vera að þeir ætluðu að byrja á að ná stiginu og sjá svo hvort þeir gætu tekið tvö í viðbót."

Hér að neðan má hlusta á þátt dagsins. Það eru Frumherji, White Fox, Viking gylltur (léttöl) og Domino's sem bjóða upp á þáttinn.
Enski boltinn - Everton, Newcastle og vondir stórleikir
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner