Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
   lau 12. júlí 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Bikarmeistarinn opinn fyrir endurkomu til Íslands
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Svartfellingurinn Darko Bulatovic, sem á þrjá A-landsleiki að baki, er falur á frjálsri sölu og hefur áhuga á að snúa aftur til Íslands.

Darko er 35 ára varnarmaður sem gekk fyrst til liðs við KA sumarið 2017 og var mikilvægur hlekkur í liðinu. Hann stoppaði stutt á Akureyri og lék í kjölfarið í efstu deildum í Svartfjallalandi, Serbíu, Albaníu og Kasakstan.

Hann snéri aftur til KA í júlí í fyrra og lék með Akureyringum á seinni hluta tímabilsins. Þar hjálpaði hann KA að vinna Mjólkurbikarinn í fyrsta sinn. Darko lék allan úrslitaleikinn gegn Víkingi R. og stóð sig vel.

Darko tókst ekki að semja aftur við KA og fór heim til Svartfjallalands til að leika fyrir Arsenal Tivat. Núna er hann samningslaus og er spenntur fyrir að leika aftur á Íslandi seinni hluta sumars.
Athugasemdir
banner