Chelsea verðmetur Jackson á 100 milljónir punda - Rashford efstur á óskalista Barcelona - Sancho til Juventus?
   lau 12. júlí 2025 07:20
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær fær gríðarlega mikinn liðsstyrk
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Tyrkneska stórliðið Besiktas vinnur hörðum höndum að því að styrkja leikmannahópinn sinn þar sem samkeppnin við stórveldin Fenerbahce og Galatasaray verður sífellt erfiðari.

Galatasaray og Fenerbahce hafa verið dugleg við að bæta stórum nöfnum úr ensku úrvalsdeildinni og öðrum topp deildum úr Evrópu við leikmannahópana sína en nú er komið að Besiktas.

Félagið er í viðræðum við bakvörðinn öfluga Kyle Walker-Peters sem er samningslaus eftir fimm ár hjá Southampton. Hann er uppalinn hjá Tottenham sem reyndi að fá hann til liðs við sig í sumar en án árangurs. Crystal Palace, Fulham, West Ham, Everton og Leeds voru einnig nefnd til sögunnar.

Walker-Peters er 28 ára gamall og hefur spilað tvo A-landsleiki fyrir England eftir að hafa verið mikilvægur upp yngri landsliðin.

Helsti keppinautur Besiktas í baráttunni um Walker-Peters er Fenerbahce, en leikmaðurinn er sagður vera spenntari fyrir að skipta til Besiktas. Fenerbahce bauð honum fjögurra ára samning sem er 13,5 milljón evra virði og er talið að Besiktas hafi reitt fram svipað samningstilboð.

Það eru lægri skattar af launum fótboltamanna úti í Tyrklandi sem getur einfaldað ákvarðanatöku leikmanna þegar kemur að því að velja á milli félagsliða.

Besiktas er einnig að krækja í Orkun Kökcü úr röðum Benfica eftir að hann reifst við Bruno Lage þjálfara sinn á HM félagsliða. Kökcü var ósáttur þegar honum var skipt af velli í stórsigri gegn Auckland City og brást mjög illa við. Hann baðst afsökunar en það virðist ekki hafa verið nægilega gott fyrir Lage.

Kokcu fer til Besiktas á lánssamningi með kaupskyldu næsta sumar, sem nemur 30 milljónum evra í heildina.

Kokcu er 24 ára gamall og leikur sem miðjumaður. Hann hefur verið gríðarlega mikilvægur partur af liði Benfica á tveimur árum hjá félaginu, en þar áður var hann lykilmaður í liði Feyenoord.

Köckü hefur spilað 41 leik fyrir sterkt landslið Tyrklands og gæti reynst algjör lykilmaður fyrir Besiktas, sem leikur undir stjórn Ole Gunnar Solskjær.

   07.07.2025 09:00
Neitar að mæta á æfingar eftir rifrildi við þjálfarann

Athugasemdir
banner