Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 08. mars 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segir að Brynjólfur verði tilbúinn í stærri ævintýri fljótlega
Brynjólfur Willumsson.
Brynjólfur Willumsson.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Benjamin Stokke, nýr sóknarmaður Breiðabliks, segir að Brynjólfur Willumsson verði fljótlega tilbúinn í stærri ævintýri á sínum fótboltaferli.

Brynjólfur er alinn upp í Breiðabliki en fór í Kristiansund í Noregi árið 2021. Þar hefur hann spilað stórt hlutverk og var hann mikilvægur er liðið komst upp í norsku úrvalsdeildina á síðasta tímabili.

Brynjólfur spilaði með Stokke í Kristiansund og náðu þeir vel saman. Stokke hefur mikla trú á Brynjólfi.

„Hann er með mjög góða eiginleika og er mikilvægur hluti af liðinu í Kristiansund. Hann er að taka skref fram á við og ég er viss um að hann verði tilbúinn í stærri ævintýri fljótlega," sagði Stokke við Fótbolta.net.

„Hann er líka fyndinn náungin. Ég hef eytt miklum tíma með honum og ég hef bara gott að segja um hann."

Brynjólfur, sem er 23 ára gamall, spilaði með A-landsliðinu í verkefni í Bandaríkjunum í janúar og átti þar góða leiki. Hann er virkilega spennandi leikmaður.
Markakóngurinn mættur í Kópavog - „Búinn að segja mér marga góða hluti"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner