Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 17:18
Ívan Guðjón Baldursson
Championship: Ipswich tapaði - Vardy bjargaði stigi
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Það fóru níu leikir fram í Championship deildinni í dag og byrjaði fjörið í Cardiff, höfuðborg Wales.

Þar unnu heimamenn í Cardiff City óvæntan sigur á toppbaráttuliði Ipswich eftir gríðarlega mikla dramatík í uppbótartíma. Gestirnir frá Ipswich tóku forystuna á 79. mínútu en Cardiff náði að snúa stöðunni við með tveimur mörkum seint í uppbótartíma.

Þetta var fjórði sigur Cardiff í röð og er liðið fimm stigum frá umspilssæti sem stendur. Ipswich dettur niður í þriðja sæti með þessu tapi og er einu stigi á eftir Leeds og fjórum stigum eftir toppliði Leicester City.

Leicester gerði 2-2 jafntefli í Hull í dag þar sem Fabio Carvalho byrjaði á því að klúðra vítaspyrnu snemma leiks fyrir heimamenn. Carvalho bætti upp fyrir mistökin með því að skora skömmu síðar en Jamie Vardy jafnaði leikinn með marki úr vítaspyrnu.

Heimamenn tóku forystuna á ný í síðari hálfleik en það tók Vardy aðeins tvær mínútur að jafna í þetta skiptið. Lokatölur urðu 2-2 og er Leicester með þriggja stiga forystu á toppi Championship.

Arnór Sigurðsson var í byrjunarliði Blackburn Rovers og lék fyrstu 72 mínúturnar í 1-1 jafntefli gegn Plymouth, en heimamenn í Blackburn kláruðu leikinn manni færri vegna rauðs spjalds. Arnóri var skipt út í stöðunni 1-0.

Japhet Tanganga skoraði þá eina mark leiksins í sigri Millwall gegn Birmingham í fallbaráttunni, á meðan Gabriel Sara setti tvennu í 5-0 sigri Norwich City gegn botnliði Rotherham.

Stuart Armstrong og Adam Armstrong skoruðu að lokum báðir í góðum sigri Southampton gegn Sunderland, þar sem Jobe Bellingham komst á blað fyrir gestina áður en Joe Rothwell kláraði leikinn með tvennu fyrir heimamenn.

Blackburn 1 - 1 Plymouth
1-0 Sammie Szmodics ('7 )
1-1 Morgan Whittaker ('74 )
Rautt spjald: Kyle McFadzean, Blackburn ('54)

Cardiff City 2 - 1 Ipswich Town
0-1 Kieffer Moore ('79 )
1-1 Callum O'Dowda ('95 )
2-1 Ryan Wintle ('100 )

Hull City 2 - 2 Leicester City
0-0 Fabio Carvalho ('7 , Misnotað víti)
1-0 Fabio Carvalho ('16 )
1-1 Jamie Vardy ('31 , víti)
2-1 Anass Zaroury ('60 )
2-2 Jamie Vardy ('62 )

Millwall 1 - 0 Birmingham
1-0 Japhet Tanganga ('90 )

Norwich 5 - 0 Rotherham
1-0 Gabriel Sara ('13 )
2-0 Jakob Lungi Sorensen ('21 )
3-0 Borja Sainz ('32 )
4-0 Josh Sargent ('45 )
5-0 Gabriel Sara ('47 )

Preston NE 1 - 2 Stoke City
0-1 Andrew Hughes ('64 , sjálfsmark)
1-1 Milutin Osmajic ('68 )
1-2 Luke Mcnally ('87 )

QPR 0 - 2 Middlesbrough
0-1 Emmanuel Latte Lath ('64 )
0-2 Marcus Forss ('76 )

Southampton 4 - 2 Sunderland
1-0 Stuart Armstrong ('9 )
2-0 Adam Armstrong ('37 , víti)
2-1 Romaine Mundle ('62 )
2-2 Jobe Bellingham ('71 )
3-2 Joe Rothwell ('77 )
4-2 Joe Rothwell ('80 )

Watford 1 - 2 Coventry
1-0 Ryan Porteous ('20 )
1-1 Haji Wright ('40 , víti)
1-2 Haji Wright ('72 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 44 30 4 10 86 39 +47 94
2 Leeds 45 27 9 9 80 41 +39 90
3 Ipswich Town 43 26 11 6 85 53 +32 89
4 Southampton 44 25 9 10 85 61 +24 84
5 West Brom 44 20 12 12 67 44 +23 72
6 Norwich 44 21 9 14 77 61 +16 72
7 Hull City 44 19 12 13 65 56 +9 69
8 Coventry 43 17 12 14 68 55 +13 63
9 Middlesbrough 44 18 9 17 64 60 +4 63
10 Preston NE 44 18 9 17 56 61 -5 63
11 Cardiff City 44 19 5 20 50 61 -11 62
12 Bristol City 44 16 11 17 51 47 +4 59
13 Sunderland 44 16 8 20 52 51 +1 56
14 Swansea 44 15 11 18 57 62 -5 56
15 Watford 44 12 17 15 59 58 +1 53
16 QPR 45 14 11 20 45 57 -12 53
17 Millwall 44 14 11 19 43 55 -12 53
18 Stoke City 44 13 11 20 44 60 -16 50
19 Blackburn 44 13 10 21 58 74 -16 49
20 Plymouth 44 12 12 20 58 69 -11 48
21 Sheff Wed 44 13 8 23 39 68 -29 47
22 Birmingham 44 12 10 22 48 64 -16 46
23 Huddersfield 44 9 17 18 47 74 -27 44
24 Rotherham 44 4 12 28 32 85 -53 24
Athugasemdir
banner
banner
banner