Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 09. mars 2024 13:20
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid áfrýjar rauða spjaldi Bellingham aftur
Mynd: EPA

Real Madrid hefur ekki gefist upp á máli Jude Bellingham og hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem hann fékk gegn Valencia um síðustu helgi til íþróttadómstóla á Spáni.


Bellingham fékk rautt spjald undir lok leiksins en hann skoraði fyrir Real eftir að dómarinn hafði flautað leikinn af en í skýrslu dómarans segir að leikmaðurinn hafi móðgað dómarann.

Real Madrid áfrýjaði dómnum en spænska sambandið hafnaði því. Tveggja leikja bann Bellingham myndi því standa.

„Við höfum áfrýjað því refsingin er of þung. Þetta var ekk móðgun eins og segir í skýrslu dómarans. Bellingham mótmælti eins og allir aðrir. Margir gera það á ýktari hátt en hann. Við teljum að bannið sé ekki rétt," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner