Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 11. mars 2024 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Brahim Díaz kýs að spila fyrir Marokkó
Diaz stóð sig vel í fjarveru Bellingham, sem missti af þremur leikjum í febrúar vegna meiðsla.
Diaz stóð sig vel í fjarveru Bellingham, sem missti af þremur leikjum í febrúar vegna meiðsla.
Mynd: EPA
Sóknartengiliðurinn knái Brahim Díaz er búinn að velja að spila frekar fyrir landslið Marokkó heldur en landslið Spánar á sínum ferli.

Þessi ákvörðun vekur athygli þar sem Diaz á 28 leiki að baki fyrir yngri landslið Spánar, auk þess að hafa spilað einn A-landsleik og skorað í honum mark.

Díaz er 24 ára gamall og er uppalinn hjá Málaga og Manchester City, en hann var keyptur til Real Madrid í janúar 2019, sex mánuðum áður en samningur hans við Man City hefði runnið út.

Diaz kom lítið við sögu með Real Madrid og var á endanum lánaður til AC Milan í Serie A á Ítalíu og þar vann hann sér inn fast sæti í byrjunarliðinu.

Diaz var hjá Milan í þrjú ár og sneri aftur til Madrídar síðasta sumar. Hann hefur sinnt mikilvægu hlutverki undir stjórn Carlo Ancelotti og er búinn að skora 8 mörk í 32 leikjum á tímabilinu, auk þess að gefa 4 stoðsendingar.

Diaz er fæddur á Spáni, þar sem móðir hans er spænsk en faðir hans frá Marokkó.
Athugasemdir
banner