Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 11. mars 2024 14:09
Elvar Geir Magnússon
Lyngby býst ekki við Gylfa aftur - Er í viðræðum við Val
Gylfi er í viðræðum við Val.
Gylfi er í viðræðum við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
David Nielsen nýr þjálfari Lyngby í Danmörku býst ekki við því að Gylfi Þór Sigurðsson snúi aftur til félagsins. Þetta rímar við það sem forveri hans í starfi, Magne Hoseth, sagði.

„Ég býst ekki við því að hann komi aftur. Ég set mitt traust á leikmenn sem eru til staðar," segir Nielsen.

Gylfi lék 343 mínútur fyrir Lyngby og dreifðist sá spiltími yfir sex leiki.

Gylfi, sem er 34 ára, er að æfa á Spáni með Valsmönnum sem eru þar í æfingaferð. Valur vonast til að fá Gylfa til að taka slaginn með liðinu í sumar.

Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfesti í samtali við RÚV að Valur sé í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við Val
Athugasemdir
banner